Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Side 75

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Side 75
Ljúflingar og fleira fólk ævintýra og mikilvægi þeirra fyrir persónuleikaþróun barna og ung- linga. Ævintýrið er heimur í hnotskurn, segja menn, brottför söguhetj- unnar og prófraunir táknrænar fyrir þroska barnsins sem fyrr eða síðar verður að læra að standa á eigin fótum í lífsbaráttunni. Töfragripir og yfirnáttúrlegir aðstoðarmenn eru persónugervingar óska þess og vona og óvættir og illmenni líkamningar óttans sem öll börn þekkja í einhverri mynd. Barnið samsamar sig söguhetjunni, ekki síst þar sem hún er yfirleitt heldur lítill bógur og hefur sömu vandamál og það sjálft. Hinn góði endir ævintýrisins stuðlar því að bjartsýni þess og lífstrú. Grimmilegar refsingar vondu persónanna (sem oft hafa verið taldar galli á ævintýrunum) veita því útrás fyrir bældar og bannaðar hvatir, hatur og hefnigirni vegna þess óréttlætis sem því finnst það oftlega vera beitt. Samkvæmt þessu fjalla ævintýrin um sameiginlegan vanda allra manna, enda eru þau alþjóðleg og óbundin tíma og rúmi, a.m.k. gerast þau ekki í neinu ákveðnu landi, þó þjóðfélagsmynd þeirra minni að vísu mest á lénsskipulag miðalda, annars vegar kóngar og aðalsmenn í glæstum höllum, hins vegar réttlausir fátæklingar í koti sínu. Ymsar aðrar þjóðsögur eru hins vegar miklu nátengdari ákveðnu samfélagi og ákveðnum tíma þó þær beri meiri og minni keim af ævintýrum. Dæmi um það eru t. d. íslenskar útilegumanna- og trölla- sögur og ekki síst huldufólkssögurnar sem eftir því sem ég best veit eru talsvert ólíkar þeim álfasögum sem safnað hefur verið annars staðar á Norðurlöndum. Slíkar sögur er því forvitnilegt að reyna að túlka með hliðsjón af því samfélagi sem skóp þær og varðveitti. Hvað er líkt og ólíkt með þeim og ævintýrunum, hver eru vandamál þess fólks sem þar birtist, óskir, vonir og þrár, hverjum augum lítur það sjálft sig, annað fólk, möguleika sína í lífinu? Með öðrum orðum: hver er lífssýn og hugmyndafræði sagnanna og hvaða lausnir hafa þær að bjóða? A hvern hátt eru þær mótaðar af samfélaginu, hvaða hlutverki kunna þær að hafa gegnt, að hve miklu leyti spegla þær og staðfesta ríkjandi hug- myndafræði tímabilsins, kirkjunnar og hinna opinberu bókmennta? Getur kannski verið að þær geymi andóf gegn sömu hugmyndafræði? I því sambandi má nefna að eitt helsta hlutverk allra þjóðfræða hjá ólæsu og lítt skólagengnu fólki er að kenna mönnum hvernig þeir eigi að haga sér í lífinu. Því er talið að þjóðsögur miði gjarnan að því að sætta einstakling og samfélag. Sérhvert bókmenntaverk, jafnvel sérhver texti, er ofurlítil heims- 321
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.