Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Síða 75
Ljúflingar og fleira fólk
ævintýra og mikilvægi þeirra fyrir persónuleikaþróun barna og ung-
linga. Ævintýrið er heimur í hnotskurn, segja menn, brottför söguhetj-
unnar og prófraunir táknrænar fyrir þroska barnsins sem fyrr eða síðar
verður að læra að standa á eigin fótum í lífsbaráttunni. Töfragripir og
yfirnáttúrlegir aðstoðarmenn eru persónugervingar óska þess og vona
og óvættir og illmenni líkamningar óttans sem öll börn þekkja í
einhverri mynd. Barnið samsamar sig söguhetjunni, ekki síst þar sem
hún er yfirleitt heldur lítill bógur og hefur sömu vandamál og það sjálft.
Hinn góði endir ævintýrisins stuðlar því að bjartsýni þess og lífstrú.
Grimmilegar refsingar vondu persónanna (sem oft hafa verið taldar
galli á ævintýrunum) veita því útrás fyrir bældar og bannaðar hvatir,
hatur og hefnigirni vegna þess óréttlætis sem því finnst það oftlega vera
beitt.
Samkvæmt þessu fjalla ævintýrin um sameiginlegan vanda allra
manna, enda eru þau alþjóðleg og óbundin tíma og rúmi, a.m.k. gerast
þau ekki í neinu ákveðnu landi, þó þjóðfélagsmynd þeirra minni að
vísu mest á lénsskipulag miðalda, annars vegar kóngar og aðalsmenn í
glæstum höllum, hins vegar réttlausir fátæklingar í koti sínu.
Ymsar aðrar þjóðsögur eru hins vegar miklu nátengdari ákveðnu
samfélagi og ákveðnum tíma þó þær beri meiri og minni keim af
ævintýrum. Dæmi um það eru t. d. íslenskar útilegumanna- og trölla-
sögur og ekki síst huldufólkssögurnar sem eftir því sem ég best veit eru
talsvert ólíkar þeim álfasögum sem safnað hefur verið annars staðar á
Norðurlöndum. Slíkar sögur er því forvitnilegt að reyna að túlka með
hliðsjón af því samfélagi sem skóp þær og varðveitti. Hvað er líkt og
ólíkt með þeim og ævintýrunum, hver eru vandamál þess fólks sem þar
birtist, óskir, vonir og þrár, hverjum augum lítur það sjálft sig, annað
fólk, möguleika sína í lífinu? Með öðrum orðum: hver er lífssýn og
hugmyndafræði sagnanna og hvaða lausnir hafa þær að bjóða? A hvern
hátt eru þær mótaðar af samfélaginu, hvaða hlutverki kunna þær að
hafa gegnt, að hve miklu leyti spegla þær og staðfesta ríkjandi hug-
myndafræði tímabilsins, kirkjunnar og hinna opinberu bókmennta?
Getur kannski verið að þær geymi andóf gegn sömu hugmyndafræði?
I því sambandi má nefna að eitt helsta hlutverk allra þjóðfræða hjá
ólæsu og lítt skólagengnu fólki er að kenna mönnum hvernig þeir eigi
að haga sér í lífinu. Því er talið að þjóðsögur miði gjarnan að því að
sætta einstakling og samfélag.
Sérhvert bókmenntaverk, jafnvel sérhver texti, er ofurlítil heims-
321