Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Qupperneq 76

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Qupperneq 76
Tímarit Máls og menningar mynd, vitnisburður um lífssýn og hugmyndaheim þess sem skapaði hann. I íslenskum þjóðsögum sjáum við aragrúa mynda af daglegu lífi fólksins í landinu í þeirri veröld sem var. Þær eru angi af þeirri alþýðumenningu og alþýðuskemmtun sem um langan aldur þótti of ómerkileg til að komast á bækur en þreifst engu að síður, tiltölulega óháð eða jafnvel í blóra við hina opinberu menningu. Þær eru ekki skapaðar af einum höfundi heldur mörgum, þar sem þær hafa gengið manna á milli og mótast bæði af flytjendum og áheyrendum. Þær ættu því öðrum bókmenntum fremur að geta birt okkur einhvers konar félagslega vitund, heimssýn eða lífsskilning ákveðins hóps eða tímabils. Og í þjóðsögunum sjáum við einmitt hina lítils metnu og kúguðu samfélagshópa sem annars koma lítt eða ekki við sögu landsins né bókmenntanna, a.m.k. er hún aldrei skrifuð frá þeirra sjónarhóli. I þjóðsögunum eru alls kyns ómerkilegar persónur oftast söguhetjurnar, olnbogabörnin í fjölskyldunni, vinnumenn og vinnukonur, smalar og sauðamenn. Og ótrúlega margar þessara sagna hafa konur í aðalhlut- verkum og fjalla beinlínis um líf þeirra og vandamál. Hér á eftir verður reynt að fara í saumana á nokkrum íslenskum huldufólkssögum. Þær eru sóttar í þjóðsagnasafn Jóns Arnasonar en það kom fyrst út árið 1862 og hefur m. a. að geyma yfir 300 álfasögur sem skráðar hafa verið fyrir og um miðja 19. öld. Þær eru flokkaðar eftir efni og hef ég haldið mig við tvo flokka: Huldufólk leitar lags við mennskar manneskjur og Jóla- og nýársgleðir álfa. Af skiljanlegum ástæðum er erfitt að tímasetja þjóðsögur, raunar er skrásetningartíminn þar eini fasti punkturinn og endanleg gerð sögunn- ar verður að skrifast á reikning síðasta sögumanns. Þess vegna getur verið forvitnilegt að bera saman mismunandi gerðir sömu sagna með tilliti til þess hvenær þær eru skráðar og eftir hverjum. Safnarar J.A. eru flestir karlkyns, enda mest leitað til presta og pamfíla eða alþýðusagn- fræðinga og grúskara. Stundum geta þeir þó heimildarmanna og af þeim ca 110 sögum sem ég hef skoðað betur en aðrar eru 36 feðraðar á þann hátt. Þar af eru 22 hafðar eftir konum, 11 eftir körlum og 3 eftir báðum kynjum. Almennt má segja að huldufólkssögurnar snúist um ýmisleg sam- skipti þeirra tveggja þjóða sem samkvæmt þjóðtrúnni byggja landið, huldufólks og mennskra manna. Eins og vænta má í slíku sambýli verða þar oft erjur milli granna, það er t. d. tekist á um lönd og bústaði, en oft er líka hjálpast að í lífsbaráttunni sem einkennist af sömu vandamálum í 322
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.