Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Side 78

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Side 78
Tímarit Máls og menningar opinberum bókmenntum aldarinnar, svo og mörg hundruð ár aftur í tímann. Loks kemur sá flokkur sem kom mér hvað mest á óvart og virðist eiga margt sameiginlegt með kvennabókmenntum okkar tíma, harmsögur af konum sem reyna að rísa gegn karlveldinu og ráða lífi sínu sjálfar. Jóla- og nýjársgleðir álfa Kynning aðstæðna í sögum þessum er misjöfn en yfirleitt er um að ræða bæ þar sem siður er að fara til messu á jóla- eða nýjársnótt en einhver einn skilinn eftir heima til að gæta bæjarins eða sinna skepnum. Oft er það talið illt hlutskipti, jafnvel lífshættulegt, því aðrir sem heima hafa setið hafa brjálast eða verið drepnir. Söguhetjur skiptast nokkuð jafnt á bæði kyn. Sé hún karlmaður er það yfirleitt aðkomumaður eða vinnumaður sem býðst til að verða eftir eða um það er samið við ráðninguna. Stúlkunni er hins vegar skipað að vera heima, oft sárnauðugri, enda er hún gjarnan vinnukona hjá vondri húsmóður eða olnbogabarn ef hún er bóndadóttir. Einhverntíma kvölds drífur svo að huldufólk sem heldur veislu í bænum. Örlög þess sem heima sat ráðast þá af því hvernig hann bregst við þessum óvæntu aðstæðum (sbr. prófraun hetjunnar hjá Propp). Sögurnar um kvenfólkið eru yfirleitt bæði lengri og flóknari að allri gerð, og allt aðrar kröfur gerðar til þeirra en karlanna. Þeir eru ráðsnjallir og djarfir, fela sig milli þilja eða undir gólfinu og þrauka þar af nóttina. Oft er dálítil hættustemmning meðan huldumenn standa við, þeir láta ófriðlega eða taka hundinn og slá honum við svo ráða má í afdrif heimamanns ef hann fyndist. Hörðustu söguhetjurnar ráðast fram við heppilegt tækifæri, flæma huldufólkið burt, drepa jafnvel einhverja og leggja undir sig góssið sem eftir verður. Síðan ekki söguna meir nema huldufólks verður ekki vart framar á þeim bæ og vinnu- manni nýtast gersemarnar til einhverra góðra hluta. Stúlkurnar virðast afturámóti fara í öllu að vana sínum, þær þrífa bæinn, taka til mat og kveikja ljós (en þessi myndarskapur fellur vel í kramið hjá huldufólkinu þegar það kemur), setjast svo bara einhvers- staðar afsíðis og bíða örlaga sinna, en ævinlega með bók í hendi. Sé getið innihaldsins er það guðsorð. Meðan á þessu stendur koma oft til stúlkunnar ókunnug börn, biðja hana um matarbita eða eru eitthvað vonarleg í kringum hana. Næst kemur huldufólkið og slær upp balli eða öðru sprelli, býður henni gjafir og reynir að fá hana með í leikinn. 324
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.