Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Qupperneq 79

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Qupperneq 79
Ljtíflingar og fleira fólk Loks kemur síðasta prófunin, fríður og fallegur huldumaður sem reynir að fara undir fötin hjá henni. Gefi hún huldubörnunum bita eða kertisstúf, sitji sem fastast við sína bók meðan gestirnir borða og skemmta sér og verjist allri áreitni mannsins fer allt vel. Enginn gerir henni mein og þegar fólkið fer skilur það eftir forláta kvenbúning, skart eða a. m. k. efni í pils, eða móðir barnanna og eiginkona kvennamannsins færir henni þetta fyrir að hafa verið góð við börnin en ekki manninn. Stundum lýkur sögunni með því að vegur stúlkunnar vex af þessu öllu og nýju fötin hressa upp á útlitið svo hún fær gott gjaforð og verður hin mesta gæfukona. Oftar er þó endurtekning á sama munstri með öfugum formerkjum, þ.e. hin vonda móðir olnbogabarnsins eða húsmóðir vinnustúlkunnar reynir að ná frá henni gersemunum og heimtar svo að vera heima næst. Hún fer hins vegar öfugt að, nennir ekki að sópa, ber frá sér barnungana, gengur í dansinn með huldufólkinu og/eða liggur marflöt fyrir huldumanninum. Þetta kann ekki góðri lukku að stýra, því í gleðinni lærbrotnar hún eða verður ær, og höndin sem barði börnin og klappaði huldumanninum visnar eða verður altekin óþolandi kvölum sem leiða hana að lokum til dauða. Uppeldishlutverk þessara sagna er augljóst, sérstaklega að því er varðar stúlkurnar, enda greinilega stórum vandasamara að vera kona. Karlinn á að vera klókur og harður í horn að taka og reiðubúinn að taka dálitla áhættu. Konan á hins vegar að vera hlýðin og óvirk, barngóð og þrifin, vinnusöm, guðrækin og skírlíf og frábitin öllu hoppi og híi, en þá getur hún líka endað sem biskupsfrú. Um það er eitt dæmi í sögunum. Hugmyndafræði kirkjunnar skín þarna alls staðar í gegn, áhersla hreintrúarstefnunnar á alvörugefni og vinnusemi og fordæmingu allrar gleði, næst kynlífi eru dansiböll það versta sem ung stúlka getur látið hafa sig í. Refsing vondu kvennanna leiðir líka óhjákvæmilega hugann að þeim boðskap ritningarinnar að ef auga þitt hneykslar þig þá skuli rífa það út, ef hönd þín hneykslar þig þá höggva hana af. En það má líka líta á söguna frá annarri hlið, sem draum fátækrar og kúgaðrar stúlku sem veit með sjálfri sér að hún er bæði fallegri, betri og siðsamari en hinar sem yfir hana eru settar, uppáhaldsheimasætan, móðirin eða húsfreyjan. Hún þarf bara að fá tækifæri til að sýna hvað í henni býr og falleg föt til að útlit hennar fái að njóta sín. En þar þarf eitthvað yfirnáttúrlegt að koma til. Vinnukonur höfðu oftar en hitt engin laun önnur en fæði og húsnæði auk nauðsynlegustu ígangsklæða 325
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.