Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Blaðsíða 83
Ljúflingar og fleira fólk
þær til þess, breyti hins vegar eðli athafnarinnar og þótt þær á
brúðkaupsnóttina upplifi maka sinn sem ófreskju eða villidýr eigi hann
fyrir sér að breytast í prins.
Vafalaust hefur hjónabandið líka sitt að segja í þessu sambandi, það
sem nýtur blessunar guðs og manna innan þess, er skepnuskapur undir
öðrum kringumstæðum. Hugsanlega blandast slíkar siðgæðishugmynd-
ir inn í okkar sögur líka, huldukonan er auðvitað fulltrúi frjálsra ásta
eða öllu heldur kynlífs án ástar eða undanfarandi kynningar (það gæti
kannski verið öðruvísi hjá hinu parinu). Hins vegar má gera ráð fyrir að
einhverjir hinna eldri og reyndari séu í hjónabandi í mannheimum og
þarmeð að drýgja hór í álfheimum, en vinnumenn og unglingar frekar
lausir og liðugir. Það virðist þó ekkert atriði hér, heldur er það aldur og
samfélagsstaða karlanna tveggja sem gerir gæfumuninn. A.m.k. 5 prest-
ar og einn prestssonur eru í hlutverki fararstjóranna og tveir feður taka
með sér son sinn. Alls staðar eru það þeir sem yngri eru og neðar í
mannfélagsstiganum sem ekki ráða við aðstæðurnar.
Athyglisvert er líka að jafnvel þar sem báðir karlarnir eru ungir er
ástkona þess eldri samt nokkuð gömul, oft móðir hinnar. I því gæti
falist sá vísdómur að frekar sé von að þetta lukkist með eldri og
lífsreyndari konu. Stingur það óneitanlega í stúf við hugmyndafræði
rómantíkurinnar sem er ríkjandi í opinberum bókmenntum aldarinnar.
Þessar sögur hafa vafalaust kitlað tilfinningar ýmissa áheyrenda, enda
aðstæður í upphafi dæmigerðar fyrir draumóra kynhungraðra karl-
manna: fúsar og fallegar konur í næsta hól, óbundnar af siðgæðislög-
málum mannheima. En í stað hinnar hamingjusömu lausnar ævintýris-
ins þar sem losnar um allar hömlur verða þær yfirsterkari hér, unga
manninn brestur kjark eða mistekst og megináhersla er lögð á illar
afleiðingar þess. I stað þess að efla bjartsýni og losa menn við bælingar
virðist þessi saga því fremur ala á óttanum, draga úr mönnum kjarkinn
og innræta þeim þolinmæði. Þeir kjarkmestu eða háttsettu (sbr. prests-
soninn) hafa kannski getað skynjað hana sem hvatningu, möguleikinn
er vissulega fyrir hendi, persónugerður í eldri manninum. Fleiri hafa þó
líklega dregið af þessu þann lærdóm að ungum mönnum og óreyndum,
(og þar að auki fátækum) sé hollast að halda sig heima og forðast alla
ævintýraleit. A.m.k. eru ótímabærar kynlífstilraunir stórvarasamar,
slíkt er aðeins fyrir þá eldri eða efnaðri.
Raunveruleikinn að baki er staðnað og stéttskipt samfélag, þar sem
hvers kyns rótleysi og ævintýraþrá er illa séð og bælingin einn mikil-
329