Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Page 86

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Page 86
Tímarit Máls og menningar reiðari þegar henni tekst að losa sig við barnið, skipar henni að giftast o.s.frv. „Eg er hrædd um að ég fái því ekki ráðið fyrir föður mínum,“ segir hún við huldumanninn þegar hann biður hana að bíða sín þrjá vetur. Kvennasamstaðan birtist líka í því að hún segir annarri konu leyndarmálið, þjónustustúlku eða tengdamóður sinni, þær þegja yfir því þangað til hún er dáin, einu sinni er meira að segja tekið fram um tengdamömmu að hún „vorkennir henni mikið“. Mætti þó kannski eins búast við að sú stæði með syni sínum sem vissulega hefur fengið svikna vöru, spjallaða mey. Hér höfum við semsagt systralagið sem femínistar eru að eftirlýsa í bókmenntunum. Þessi saga hefur augljóslega allt annað hlutverk en ævintýrin, hún miðlar hvorki bjartsýni né lífstrú, hér hrynja allar skýjaborgir. Astin og hamingjan eiga ekki heima í þessari veröld, tilraunir kvenna til að höndla þau gæði eru dæmdar til að mistakast því þær mega sín einskis gagnvart karlveldinu. Huldumaðurinn er tákn þeirra tilfinninga sem konan hefur útilokað úr lífi sínu, samningurinn við bóndann viðleitni hennar til að halda ákveðnu sjálfstæði og jafnrétti í hjónabandinu. Hvorugt getur eiginmaðurinn sætt sig við þegar til á að taka, hann vill eiga hana með húð og hári og ganga úr skugga um að hann ráði yfir henni að öllu leyti. Það er hins vegar líka vonlaust. Kona sem hefur verið gefin honum nauðug getur aldrei orðið hans að fullu og öllu. Því er báðum fyrir bestu að vekja ekki dýrið sem sefur. Það skilur hann hins vegar ekki fyrr en um seinan og eftir dauða konunnar er það hann sem aldrei lítur glaðan dag framar. Hinar ýmsu gerðir sögunnar gera ýmist að leggja áherslu á þennan boðskap hennar eða draga úr honum. Þar kemur m.a. til mismunandi lífssýn og áhugamál sögumanna. Ein útgáfan er t.d. skráð eftir handriti Olafs í Purkey, alþýðufræðimanns sem mun hafa verið uppi aðeins fyrr en Jón Árnason. Hann nennir ekki að tíunda það harðræði sem stúlkan er beitt eftir ævintýrið með huldumanninum, þó hann viti vel af því, segir aðeins: „var faðir hennar óhýr við hana um hvað ég fremur ei skrifa.“ Þó átökin og kúgunin séu mjög greinileg í handriti hans hafa þau verið enn meiri hjá þeim sem sagði honum söguna. I þessu sambandi er merkilegt að bera saman þær tvær aðrar gerðir sögunnar sem feðraðar eru í safninu, þ.e. heimildarmenn nafngreindir. Önnur er skráð eftir „húsfrú Helgu Benediktsdóttur Egilsen“, heitir Selmatseljan og er mjög vel byggð, dramatísk og spennandi og engir lausir endar eða gloppur eins og oft vill verða í þjóðsögum. Hún er 332
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.