Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Síða 87

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Síða 87
Ljúflingar og fleira fólk jafnframt ein þeirra sem leggja mesta áherslu á átökin, kúgunina og ekki síst uppreisnina. Dæmi um það eru orð húsfreyju þegar bóndi hennar neyðir hana til að kyssa gestinn: „I flestu sýnir þú að þú metur mig lítils, fyrst í því að þú tókst við mönnum þessum að mér fornspurðri og nú aftur þar sem þú vilt þröngva mér til þess að minnast við þá. En ekki fyrir það, ég skal hlýða, en þú skalt fyrir sjá því þar á ríður líf mitt.“ Svo snarast hún inn, kyssir gestina og springur af harmi. Þessi ræða er lengri en venja er í þjóðsögum og ekki líkleg til að geymast lengi orðrétt. Trúlegra er að húsfrú Helga hafi lagt konunni hana í munn. Ef svo er sýnir það að hún hefur átt auðvelt með að setja sig í hennar spor þó yfirstéttarkona væri. Hin gerðin heitir Selið og er skráð orðrétt „eftir handriti Jóns Þórðarsonar," en sá mun okkur kunnugri undir nafninu Jón Thor- oddsen. Hann hefur augljóslega samið hana algjörlega upp því stíllinn er gjörólíkur því sem gerist í þjóðsögum og sagan eins og kafli úr rómantískri skáldsögu. Það sem húsfrú Helga leggur áherslu á er flest horfið með öllu. I upphafi er hástemmd lýsing á náttúrunni kringum selið og síðan fyrsta fundi hjúanna, huldumaðurinn heldur ræðu um ástina og stúlkan „vissi ekki fyrr en hún lá í faðmi hans og ástin sem hún hafði áður gert sér einungis daufa hugmynd um hafði nú gagntekið hjarta hennar.“ Svo er farið fljótt yfir sögu, sagt að hann hafi heimsótt hana oftar og svo hafi farið að hún hafi átt barn í selinu, hann tekið það með sér. Síðan er hlaupið yfir 12 ár og byrjað aftur á nýrri náttúrustemmningu, það er laugardagskvöld, „sólin að renna til viðar og sló gullroða á jaðrana á skýjabólstrunum.“ Húsfreyja situr úti á hlaði með bónda sínum, þau ræða um veðurútlitið og kalla hvort annað „hjartað mitt“ og „góðan mín.“ Þá birtast huldumennirnir, hún hleypur í bæinn og vill ekki tala við þá. Næsta morgun er kirkjuferð og bóndi kemst að því að kona hans hefur ekki kvatt gestina. „Farðu þá heim aftur elskan mín og gerðu það,“ segir hann. Hún fer að gráta og segir að þessa muni hann iðra, snýr heim og springur af harmi eins og hinar. Þetta er allt og sumt sem eftir er af kúgun eða átökum, hvergi er minnst á föður hennar né tildrög að hjónabandinu. Kvennasamstaðan er líka dottin út, engar aðrar konur eru í sögunni, sonurinn kemur upp um leyndarmálið sem faðir hans hefur sagt honum. Hér höfum við því gott dæmi um þann mun sem er á þjóðsögunni og hinum eiginlegu bókmenntum tímabilsins. Jón er á valdi rómantísku 333
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.