Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Qupperneq 97
Ævintýr í Moskvu
trúarlega hræsni — gjána milli orða og gjörða — í anda raunsæishöfunda af
Brandesarkynslóðinni, hins vegar á siðferðileg boð og bönn — ekki síst
klaustra- og meinlætalífs — sem heftu þá frjálsu lífsdýrkun er var ein
meginnýjungin sem Davíð færði íslenskum bókmenntum eftir siðferðis-
þrúgun viktoríanskra vitsmunaskálda.
Það er athyglisvert að minnismerki og leifar kirkju- og klerkavalds í
Sovétríkjunum, er bar fyrir augu hinna skandínavísku stúdenta, virðast
jafnvel framar öðru hafa vakið samúð þeirra með byltingunni og heift í
garð hins forna valdakerfis.
Bæði Melker Johnsson og Jakob Gíslason lýsa í greinum sínum með
svipuðum hætti hrópandi andstæðum rússnesku sveitaþorpanna þar sem
umhverfis hátimbraðar og gullslegnar kirkjur kúrðu hreysi bændanna, ekki
mönnum bjóðandi. Jakob segir:
Hörmuleg sjón þótti mjer að sjá sum rússnesku sveitaþorpin. Þar hefur
bláfátækur, kúgaður, mentunarlaus bændalýður, búið í hrörlegum og skít-
ugum leirkofum, sem standa I hnapp utan um stóra, veglega kirkju, með
gyltum kúplum, sem gnæfa til himins.3,)
Og mynd Melker Johnssons er svipuð:
Bondbyarna ligga glest utkastade som primitiva nybyggarkolonier pá den
stora slátten. Deras nármande ger sig tillkánna genom en massa hál i marken.
Sedan man först gissat pá granathál, fár man veta, att bönderna hár grávt upp
lera till sina hus, som i regel áro gjorda av flátade vidjor med pásmetad lera.
Konsten att bránna tegel tycks ánnu inte ha trángt ut till landsbygden. Högt
över gyttret av lága bondkojor reser sig byns kyrka, tecknet pá den váldiga
makt den ortodoxa kyrkan har haft över dessa fattiga mánniskor. Nu leva
poperna ett bekymmersamt liv, men deras inflytande ár ánnu stort. I nástan
varje bondstuga hánger fortfarande en massa helgonbilder, s.k. ikoner.35’
Áþekkust kvæði Davíðs er þó lýsing Otto Gelsteds á heimsókn
stúdentasendinefndarinnar í kapellu á Rauða torginu:
Præsten er en tyk, bondsk Person i en slidt, sort Kjole med noget
Solvstads om Halsen. Han har et Buskads af tykt, sort Haar og Skæg om det
opdunsede Ansigt, og mens han uafladelig korser sig med den ene Haand,
kradser han sig lige saa uafladelig i Luseparykken med den anden. Han
beder, synger og velsigner i et Væk, og nede mellem de andægtige staar hans
Degn, et ungt, amenforkyndende, sortkjolet Individ. De to Idioter staar her
hele Dagen, svedende og stinkende og brægende — et frygteligt Eksempel
paa religios Aandsformorkelse. Karakteristisk nok for Tsarismens For-
343