Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Side 103

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Side 103
Ævintýr í Moskvu Bæði þessi skáldverk byggja náið á raunverulegum atburðum og persón- um sem Gunnar þekkti. I Kirkjunni á fjallinu fylgir Gunnar nokkrum reglum um meðferð nafna, bæði manna og staða. Má tala um ákveðið kerfi eða flokka nafnbreytinga sem hér verða þó ekki rakin. Einn flokkur nafnsköpunar er á þá lund að persónur í skáldsögunni, sem mótaðar eru eftir persónum, sem í raunveruleikanum báru biblíunöfn eða nöfn dýrlinga, hljóta einnig í sögunni biblíu- eða dýrlinganöfn. Dæmi um þetta er að móðir Gunnars hét Katrín. Móðir Ugga hlýtur nafnið Sesselja. Eiginkona Gunnars hét fullu nafni Franzisca Antonie Josephine. Kona Ugga hlýtur nafnið Cæcilie Birgitte Terese. Annar flokkur er sá — og á það einkum við um aukapersónur skáldsög- unnar — að raunverulegu nafni fyrirmyndarinnar er haldið óbreyttu. Þetta á t.a.m. við um vinnukonurnar og systurnar Maríu og Siggu Mens, enska landkönnuðinn Howell og frú Hansen sem pensjónat rak í Kaupmannahöfn. Nafnsköpun Gunnars í „Rundt om Kreml“ fylgir þessum reglum. I nafni Davíðs Stefánssonar fóru saman biblíunafn og nafn dýrlings. Söguhetja smásögunnar hlýtur nafnið Símon Pétursson og er kölluð Símon Pétur. Hitt dæmið um nafnsköpun í sögunni er þó enn skemmtilegra. Otto Gelsted sagði Gunnari söguna af næturævintýri Davíðs í Moskvu. Nú hét Otto Gelsted upphaflega Otto Jeppesen en hann tók sér nafnið Gelsted eftir bústað frænda síns á Fjóni þar sem hann ólst upp.45) Daninn, sem Símon Pétursson hittir við morgunverðarborðið eftir næturgöltur sitt og er einn nafngreindur samferðarmanna hans, hlýtur nafnið Jeppesen! Þessi saga Gunnars hefur birst á prenti þrisvar sinnum. Fyrst kom hún út á dönsku, eins og áður segir, í smásagnasafninu Verdens Gheder í Kaupmannahöfn 1931. Ellefu árum síðar kom hún á íslensku í jólahefti Helgafells 1942 og hét þar „Hringsól um Kreml“. Var hún myndskreytt af Eggerti M. Laxdal. Enn liðu svo 21 ár uns hún kom út í þriðja sinn í XXI. bindinu af Ritum Gunnars hjá Utgáfufélaginu Landnámu í Reykjavík 1963. Þetta bindi nefndist Lystisemdir veraldar og hafði að geyma tvo einþáttunga og safn smásagna. Þarna nefndist sagan „Hringinn í kringum Kreml". Þar sem vitnað verður í þessar útgáfur hér á eftir verða blaðsíðutöl þeirra greind innan sviga á eftir tilvitnunum. Líkt og ýmsum öðrum verka sinna breytti Gunnar þessari sögu nokkuð þegar hann flutti hana yfir á íslensku. Hann þýddi ekki heldur endursamdi. Enn breytti hann svo sögunni þegar hún var prentuð í annað sinn á íslensku. 349
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.