Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Side 104
Tímarit Máls og menningar
Þessar breytingar varða fyrst og fremst frásagnarhátt og stíl, en efnis-
þráður, atvikarás og lýsing aðalpersóna eru óbreytt.
Hér verður aðeins vikið að þremur „tegundum“ breytinga.
Flestar eru þær af því tagi sem kalla mætti hreinar stílbreytingar. I
íslensku gerðunum báðum bætir Gunnar við einstökum orðum og heilum
setningum sem ekki fela í sér efnisbreytingar en gera stílinn orðlengri,
skrúðmálli og stundum knúsaðri en er í dönsku frumgerðinni. Yfirleitt er
stíll Gunnars á dönsku látlausari, einfaldari og léttari en á íslensku.
Gott dæmi þessara breytinga eru fyrstu línur sögunnar. I dönsku
gerðinni í Verdens Glæder segir:
Der er mange, som har gjort Turen rundt om Kreml. (73. bls.).
Þetta verður í Helgafelli:
Aragrúi manna hefur farið hringinn í kringum Kreml, og það oft og
mörgum sinnum [. . .]. (326. bls.).
Og loks í Landnámuútgáfunni 1963:
Ótrúlegur aragrúi alls kyns kumpána hefur frá því slotið reis af grunni
farið hringinn um Kreml. (195. bls.).
Hér verða ekki rakin fleiri dæmi breytinga af þessu tagi en þau eru mörg
í sögunni.
Önnur „tegund" breytinga skiptir minna máli en vekur þó athygli. Segja
má að þær miði allar að því að fjarlægja söguna í augum íslenskra lesenda
frá hugsanlegri raunverulegri fyrirmynd.
I frumútgáfunni á dönsku og í Helgafelli 1942 er talað um að stúdentarn-
ir gisti á Grand Hotel í Moskvu, en í Landnámuútgáfunni 1963 aðeins um
gistihúsið eða hótelið án nafns. I reynd gisti stúdentasendinefndin á Hótel
Evrópu í Moskvu.46’
Sams konar breyting er það að í dönsku frumútgáfunni er talað um
„Delegationens norske Leder“ (79. bls.) og í Helgafelli um „yfirhöfuð
Norðmannanna" (329. bls.) en í Landnámuútgáfunni aðeins nefndur „for-
maður sendinefndarinnar" (201. bls.).
Af sama toga er sú breyting að í dönsku gerðinni fær lesandi strax í
upphafi að vita að Símon Pétursson var „[. . .] Repræsentant for----naa
ja, for Studenterforeningen i Isafjord, altsaa.“ (75. bls.). I Helgafelli er hann
á þessum stað kallaður „[. . .] fulltrúi þess stúdentafélags, er hafði sent
hann út af örkinni." (327. bls.). Nafn félagsins kemur þar fyrst fram í lok
sögunnar er Símon Pétursson lætur Danann Jeppesen telja upp þá bæi á
350