Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Side 16
Tímarit Máls og menningar
kynslóðir að spyrja: hvaða augum leit hann sjálfur bókmenntir og bók-
menntarýni? hvaða spurninga spurði hann? hvernig leitaði hann svara? hvar
stendur hann miðað við erlenda samtímamenn og síðari tíma menn á sama
fræðasviði? Þótt svo þröngt sé spurt væri þörf að rita um þetta miklu lengra
mál en hér er kostur.
II
A náms- og mótunarárum Sigurðar Nordals sátu fornbókmenntir algerlega í
fyrirrúmi hjá þeim sem lögðu stund á að rannsaka íslenskar bókmenntir.
Tveir íslenskir fræðimenn báru höfuð og herðar yfir aðra: Finnur Jónsson
prófessor í Kaupmannahöfn og Björn M. Olsen, sem framan af starfaði við
Lærða skólann í Reykjavík en varð síðan prófessor og fyrsti rektor Háskóla
Islands. Báðir voru þeir mikilvirkir og skarpskyggnir fræðimenn af hinum
sögulega og fílólógíska skóla sem verið hafði í mótun við evrópska háskóla á
19. öld. Bókmenntasaga þessa tíma átti að vísu rætur í rómantískri sögu-
hyggju en þegar líða tók á 19. öld náðu nákvæmniskröfur og smámunasemi
pósitívismans stöðugt meiri tökum á henni, og átti það ekki síst við á sviði
fílólógíunnar, þar sem slíkar kröfur voru eðlilegar. 1
Pósitívisminn hafði vitaskuld að ýmsu leyti heillavænleg áhrif á fræða-
störf, en á sviði mannlegra fræða drógu fylgjendur hans skaðlega þröngar
markalínur um vísindaleg viðfangsefni. Utan þeirra féll „andinn“ eða „sál-
in“ í bókmenntunum, því að þar varð hvorki nákvæmni né sönnunum við
komið.2 Sem ungur maður gekk Sigurður Nordal í skóla hjá þessum mönn-
um, og með fyrstu fræðilegu verkum sínum, útgáfu Orkneyinga sögu 1913
og doktorsritgerðinni Om Olav den helliges saga 1914, sýndi hann að
honum veittist létt að tileinka sér fræði þeirra og skila vönduðum verkum í
samræmi við kröfur tímans.
Um og upp úr síðustu aldamótum var farið að gæta óánægju með ofur-
veldi pósitívismans í mannlegum fræðum. Sú óánægja birtist í mörgum
myndum og skal það ekki rakið hér, en hjá Sigurði Nordal gætir fljótt áhrifa
frá þessu andófi. Réttara væri þó líklega að segja að hann sé þátttakandi í
því. Ritsmíðar hans benda fremur til að andóf hans hafi verið undir áhrifum
frá skáldskap og heimspeki og eigin reynslu sem fræðimaður heldur en bein-
línis vegna áhrifa frá öðrum sem andæfðu pósitívismanum. Öfgar pósitív-
ismans höfðu verið mestar með Þjóðverjum og þar kom andófið einnig fyrst
fram, en franskir fræðimenn höfðu verið hófsamari og ekki látið jafnskilyrð-
islaust undan kröfum pósitívismans, þannig að þar var minni nauðsyn upp-
reisnar.3 I forspjalli Islenzkrar menningar I víkur Sigurður að þessum mun
og þar með þeim áhrifum sem hann varð fyrir á námsárunum:
6