Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Page 16

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Page 16
Tímarit Máls og menningar kynslóðir að spyrja: hvaða augum leit hann sjálfur bókmenntir og bók- menntarýni? hvaða spurninga spurði hann? hvernig leitaði hann svara? hvar stendur hann miðað við erlenda samtímamenn og síðari tíma menn á sama fræðasviði? Þótt svo þröngt sé spurt væri þörf að rita um þetta miklu lengra mál en hér er kostur. II A náms- og mótunarárum Sigurðar Nordals sátu fornbókmenntir algerlega í fyrirrúmi hjá þeim sem lögðu stund á að rannsaka íslenskar bókmenntir. Tveir íslenskir fræðimenn báru höfuð og herðar yfir aðra: Finnur Jónsson prófessor í Kaupmannahöfn og Björn M. Olsen, sem framan af starfaði við Lærða skólann í Reykjavík en varð síðan prófessor og fyrsti rektor Háskóla Islands. Báðir voru þeir mikilvirkir og skarpskyggnir fræðimenn af hinum sögulega og fílólógíska skóla sem verið hafði í mótun við evrópska háskóla á 19. öld. Bókmenntasaga þessa tíma átti að vísu rætur í rómantískri sögu- hyggju en þegar líða tók á 19. öld náðu nákvæmniskröfur og smámunasemi pósitívismans stöðugt meiri tökum á henni, og átti það ekki síst við á sviði fílólógíunnar, þar sem slíkar kröfur voru eðlilegar. 1 Pósitívisminn hafði vitaskuld að ýmsu leyti heillavænleg áhrif á fræða- störf, en á sviði mannlegra fræða drógu fylgjendur hans skaðlega þröngar markalínur um vísindaleg viðfangsefni. Utan þeirra féll „andinn“ eða „sál- in“ í bókmenntunum, því að þar varð hvorki nákvæmni né sönnunum við komið.2 Sem ungur maður gekk Sigurður Nordal í skóla hjá þessum mönn- um, og með fyrstu fræðilegu verkum sínum, útgáfu Orkneyinga sögu 1913 og doktorsritgerðinni Om Olav den helliges saga 1914, sýndi hann að honum veittist létt að tileinka sér fræði þeirra og skila vönduðum verkum í samræmi við kröfur tímans. Um og upp úr síðustu aldamótum var farið að gæta óánægju með ofur- veldi pósitívismans í mannlegum fræðum. Sú óánægja birtist í mörgum myndum og skal það ekki rakið hér, en hjá Sigurði Nordal gætir fljótt áhrifa frá þessu andófi. Réttara væri þó líklega að segja að hann sé þátttakandi í því. Ritsmíðar hans benda fremur til að andóf hans hafi verið undir áhrifum frá skáldskap og heimspeki og eigin reynslu sem fræðimaður heldur en bein- línis vegna áhrifa frá öðrum sem andæfðu pósitívismanum. Öfgar pósitív- ismans höfðu verið mestar með Þjóðverjum og þar kom andófið einnig fyrst fram, en franskir fræðimenn höfðu verið hófsamari og ekki látið jafnskilyrð- islaust undan kröfum pósitívismans, þannig að þar var minni nauðsyn upp- reisnar.3 I forspjalli Islenzkrar menningar I víkur Sigurður að þessum mun og þar með þeim áhrifum sem hann varð fyrir á námsárunum: 6
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.