Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Page 30

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Page 30
Tímarit Máls og menningar þjóðerni getur leitt hann. I þessu efni tek ég mér til fyrirmyndar það sem Sigurður segir um söguefni sitt (31): „Sagan kemst aldrei yfir að segja frá nema örlitlu broti úr lífi og örlögum fortíðarinnar. Því ætti ekki að þurfa afsökunar, þótt lielzt sé horft á það, sem enn er vænlegast til lærdóms eða eftirbreytni.“ Tvær meginstefnur í sagnfrœði Margir sem hafa lýst aðferðum og viðhorfum í sagnfræði hafa viljað skipta þeim í tvo meginflokka, en nokkuð er misjafnt hvað menn telja einkum greina flokkana að. Eg ætla að beita þessari tvíflokkun hér og freista þess að láta hana ná til fleiri einkenna en allajafna er gert. Annars vegar er það viðhorf sem stundum er kennt við pósitífisma eða vísindahyggjir, á ensku tala sumir um „straight-line professionalism".1 Þeir sem standa hérna megin telja það einkum hlutverk sagnfræðinga að afla sem mestrar öruggrar vitneskju um fortíðina. Þeir eru oftast fáorðir um tilgang iðju sinnar en halda því fram aðspurðir að hún beri tilgang sinn í sjálfri sér. Þeir leggja kapp á að vera hlutlausir og hlutlægir, nota gjarnan orðið vísindi um fræði sín og gera sem minnst úr muninum á hugvísindum og raunvísind- um. Hugleiðingar um þjóðfélagslegt hlutverk sögunnar í samtíð söguritara eru að dómi þessara manna hættulegt tilræði við vísindalegt hlutleysi. Lengi átti þessi stefna tæpast nokkra heimspeki, aðeins reglur um fræðilegt siðferði (sannleikskröfu) og tækni (heimildarýni), og er hvort tveggja með nokkrum rétti rakið til 19. aldar Þjóðverjans Leopolds von Ranke. Og margir sagnfræðingar munu enn telja sig komast vel af án annarrar heimspeki. En á árunum í kringum síðari heimsstyrjöld komu fram Karlar tveir, Karl Popper og Carl G. Hempel, báðir upprunnir með þýskumælandi þjóðum og fluttir til enskumælandi þjóða, og þeir fengu hvor í sínu lagi vísindalega hugsandi sagnfræðingum nokkurn veginn sama heimspeki- grundvöllinn til að standa á. Kenning þeirra er kölluð lögmálskenning og gengur í stuttu máli sagt út á að orsakaskýringar í sögu (sem eru þá taldar meginatriði greinarinnar) byggist á lögmálum, hliðstætt því að skýringar í náttúruvísindum byggjast á náttúrulögmálum.2 Hitt meginviðhorfið í sagnfræði hefur varla eignast neitt heildarheiti, nema þá helst að hugtakið „contemporary approach", sem bresku höf- undarnir Gordon Connell-Smith og Howell A. Lloyd nota, nái yfir það.3 Stundum er talað um afstxðishyggju og lögð áhersla á að öll söguleg vitneskja sé, og eigi jafnvel að vera, afstæð, komin undir áhuga, viti og vilja sagnfræðinganna og samtíðarfólks þeirra en ekki aðeins undir fortíðinni og heimildunum.4 Hiklaust er viðurkennt að saga geti ekki verið hlutlaus, 20
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.