Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Síða 35

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Síða 35
Saga í þágu samtíðar Þeir sem þekkja til íslenskra miðaldaheimilda vita að frá þessum hlutum er fátt og lítið sagt. Höfundur hefur komist að þeim með því að álykta hvernig fólk hljóti að hafa hugsað og gert. Ekki ber að rugla þessari iðju saman við skáldskap. Það var vissulega hugmynd höfundar að lýsingar hans væru í samræmi við heimildir og studdar af þeim. Um papana írsku sem fluttu til Islands segir hann (94): „Skáld geta látið sig dreyma um þá, er þeir lentu eftir sævolk og lífsháska, litu augum sínum upp til jöklanna og hrifust til innfjálgra bæna og háleitra hugleiðinga. . . . Sagnfræðingurinn hefur engar heimildir um slíkt. “ A hinn bóginn er öll dýrkun á heimildum og staðreyndum fjarri skapi höfundar. Hann setur hiklaust fram kenningu sína um að afkomendur Bjarnar bunu og tengdamenn þeirra hafi sameinast um stofnun Alþingis og ögrar þeim sem kunna að finna að því að fátt sé heimilda um það (119): „Brigður munu verða bornar á hana [d: skýringuna], og er það létt verk, þar sem heimildir eru strjálar og mistraustar. Þá er að finna aðra sennilegri.“ Og þó að Sigurður sé mikill einstaklingshyggjumaður getur hann verið næsta hirðu- laus um orðstír nafngreindra einstaklinga. Um fund Ameríku segir hann (280): „Tveir menn eru til nefndir, að fyrstir hafi séð meginlandið, Leifur heppni, sonur Eiríks rauða, og Bjarni Herjólfsson. Hefur Leifur orðið miklu frægari, og tekur því varla að hagga við þeim almannarómi, þó að sögnin um Bjarna sé af ýmsum ástæðum öllu sennilegri." Sigurður er að skrifa fyrir samtíma sinn, ekki að rækja neinar skyldur við fortíðina. Víkjum nú aftur að Agli Skallagrímssyni Nordal og frændum hans. Það er vissulega auðséð að sumar sögupersónurnar sem Sigurður leggur mest kapp á að túlka verða áberandi líkar honum sjálfum og þeim mönnum sem stóðu honum næst. Ur Islenskri menningu er nærtækast að velja sem dæmi hina sjálfstæðu einstaklinga á Islandi á 10. öld, menn sem slitu tengslin við rótgróið sveitasamfélag í Noregi, fóru í víking, settust að í nýju landi, hættu jafnvel að trúa á goð eða vætti og viðurkenndu ekkert vald yfir sér annað en örlögin sem ekki tjóaði að biðja neins (163 — 81). Stundum gátu þessir menn orðið býsna fræðilegir í hugsun, eins og Snorri goði sem afsannaði vísinda- lega að hraunrennsli stafaði af því að goð reiddust mönnum (224—25). Auðvitað er þetta sláandi líkt íslenskum sveitapiltum sem lögðu út á braut langskólanáms á áratugunum í kringum síðustu aldamót, tileinkuðu sér frjálshyggju borgarastéttar, fylltust efasemdum í trúarefnum og margir hverjir mikilli bölsýni í kjölfar fyrri heimsstyrjaldar. Hér erum við einmitt komin að megineinkennum og helstu takmörkum innlifunar sem fræðilegrar aðferðar. Það getur enginn lifað sig inn í neitt annað en það sem hann þekkir sjálfur af eigin reynslu eða býr með einhverju móti yfir í sínum hugarheimi. Enginn getur endurhugsað hugsanir söguper- 25
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.