Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Side 62

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Side 62
Tímarit Máls og menningar sagna. Getur manni virst af skrifum Sigurðar að hann vilji þakka Islending- um Njálu og Eglu en kenna það erlendum áhrifum (þýddum afþreyingar- bókmenntum) þegar sagnaritun hrakaði á 14. öld. Sigurður segir að góð sagnfræði rati milliveg milli þess að segja aðeins sannleikann og þess að segja allan sannleikann. Hinn sanni vísindamaður velji úr aragrúa staðreyndanna. I bókinni um Snorra Sturluson koma fram fleiri athyglisverðar hugmynd- ir, t. d. varðandi hámenningu og lágmenningu. Alþýðan vildi hlusta á stjúpmæðrasögur og ævintýri, en konungar á konungasögur og Islendinga- sögur, sem voru verk eftir og fyrir höfðingja (sbr. Snorri Stnrluson 1973 (2. prentun), 201). Sigurður bendir í þessu samhengi á það hlutverk bókmennta að uppfylla óskir; sá fátæki vill lesa um ríkt fólk og láta sig dreyma um auð. Með þessum hætti opnar Sigurður augu manna fyrir stéttasamhengi forn- bókmennta án þess að hann dragi þó frekari ályktanir af því sjálfur. Merkur þáttur í rannsóknaraðferð Sigurðar Nordal var að hann vildi ganga lengra en hin ríkjandi textafræði hafði gert. I bók sinni um Völuspá (1923) segir hann að textaskýringar séu að ýmsu leyti dapurleg íþrótt af því að þær fjalli venjulega um þýðingarlitla og torskilda staði í textanum. Þá gleymist aðalatriðin. Að dómi hans lýsir það skammsýni og hugleysi er textaskýrendur ætla öðrum að finna „andann“ í verkinu: „Svo framarlega sem menn fara að fást við andlega hluti, eiga þeir ekki að nema staðar fyr en að andanum er komið“ (13). Bendir þetta til að Sigurður hafi verið undir áhrifum frá menningarsagnfræði Þjóðverja, enda vildi hann að textinn væri kannaður í samhengi við menninguna sem lífræna heild. Tók hann þá einnig tillit til sálfræðilegra þátta og félagslegra að nokkru. Góð dæmi um þetta eru hugleiðingar hans um átök trúarviðhorfa í Sonatorreki Egils Skallagríms- sonar (Skírnir 1924) og kenningin um að Sturlungaöld hafi verið siðferðis- legt millibilsástand milli heiðni og kristni (Snorri Sturluson, 216). Á hinn bóginn notaði hann einnig rittengslafræði (sbr. innganginn að Eglu) og hafði mikinn hug á traustri textafræðilegri undirstöðu. Islendingasögur voru fyrir Sigurði Nordal ákveðin fullkomnun sem mæla varð aðrar bókmenntir við. Að sögn hans skrifuðu fornu meistararnir „ekki í neinum tilgangi, aðeins af því að fræðagildi og listargildi efnisins heillar þá“ (Snorri Sturluson, 219). Sigurður tekur sem dæmi um „aukatilgang" að föðurlandsmetnaður skíni í gegn hjá Saxa og fjálgleikurinn skyggi á ræður presta; en Islendingasögur komi hreinar og beinar fyrir, búningur þeirra sé nærskorinn eins og á íþróttamanni. Honum er mest prýði í líkamsvexti sínum, og eins vildu sagnaritararnir láta efnið sjálft tala. Eðli hins sundurlausa máls er réttlæti og hófsemd, og það er hvergi ómengaðra en í íslenzkum sögum. 52 J
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.