Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Page 65
Hugmyndafrœði Sigurðar Nordal
falla inn í kveðskapartísku sem ekki er á villugötum (eins og t. d. rímurnar
voru) (263). Tilfinning viðtakenda fyrir hinu fagurfræðilega er forsenda
fyrir lífi listarinnar. Sigurður telur það mælikvarða á verkið að hvaða marki
það geti kallað fram fagurfræðilega reynslu hjá öðrum sem samsvari reynslu
höfundarins (259), en hann telur þó líka að lesandi geti fundið skáld-
leg verðmæti í lélegu verki og þá gramist hve þau eru skemmd og skæld
(26°)'
Sigurður Nordal byrjaði feril sinn sem skáld.6 Á 3. áratugnum skrifaði
hann ritdóma um samtímaverk og sneri sér loks aðallega að bókmenntasögu
og fornbókmenntum. Að mínu viti kemur fram í ritgerðinni „Viljinn og
verkið“ hvernig hann leitast við að finna samræmi milli annars vegar
skilgreiningar sinnar á skáldsnillingnum og skáldskap sem dulúðugu fyrir-
bæri og hins vegar hinum „fræðilega“ skilningi á bókmenntum. Þannig
nefnir hann t. d. þá skoðun Wildes að bókmenntagagnrýni geti haft eigið
bókmenntagildi. Samkvæmt innsæisheimspekinni (sbr. aftar) var ekki hægt
að skýra skáldverk vísindalegá, aðeins skilja þau með hjálp innsæis. Gera má
ráð fyrir að skv. því hafi snillingur getað skilið sérhvert verk tafarlaust og að
fullu, en sá sem ekki hafði hinar meðfæddu gáfur átti þá enga von fagur-
fræðilegrar reynslu. Sigurður hlýtur að hafa viljað komast hjá slíkum
niðurstöðum, sem hefðu gert kennslustarf hans að markleysu, enda þótt
hann aðhyllist „nýju“ rómantíkina; hann leggur líka í umræddri grein
áherslu á að skáldin verði að sökkva sér í bókmenntir og listir og að
innblásturinn einn saman dugi skammt.7
Ritdeila Kvarans og Nordals
Á árunum 1925—27 deildu þeir Einar H. Kvaran og Sigurður Nordal í
tímaritsgreinum um fagurfræði og siðfræði. Ritdeilan var síðar prentuð í
Skiptar skoðanir (1960). Hún skiptir miklu máli þegar rætt er um hug-
myndafræði Sigurðar; upphaf hennar var ritgerð hans um rifhöfundarferil
Einars þar sem segir að bækur hans að undanförnu hafi verið allt of einhliða
boðunarbækur, þar séu persónur skoðanabrúður í stað þess að þær fái að
lifa sínu eigin lífi og þróast skv. eðlilegum lögmálum sínum. Það var í sjálfu
sér alveg rétt hjá Sigurði að verk Einars eftir heimsstyrjöldina voru dálítið
gölluð, persónurnar meðal annars of augljós holdtekja dyggða og lasta. En
hitt er meira vafamál hvernig gæða á persónur í skáldskap slíku lífi að þær
þróist sjálfstætt án tillits til viðhorfa höfundarins. Sigurður vill að höfund-
urinn sýni persónurnar í stað þess að segja frá þeim, og eins og Georg
Lukács og ýmsir fleiri hafnar hans „tendensinum", þ. e. a. s. boðun í
skáldskap sem er ekki nægilega vaxin inn í hann heldur klínt utan á hann.K
55