Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Page 70
Tímarit Máls og menningar
Lífsheimspekin var án efa tímabær á þeim árum þegar verkleg uppbygg-
ing átti huga manna óskiptan í iðnaðarlöndum Evrópu, líkt og átti sér stað á
uppbyggingartímanum 1904—1930 á Islandi. Engu að síður er það alveg
rétt, sem Leo Löwenthal hefur sýnt fram á, að hamsúnisminn og lífs-
heimspekin tengjast hugmyndafræði fasismans órofaböndum.1:’ Löwenthal
fjallar meðal annars um hvaða hlutverki náttúrudýrkunin gegnir hjá
Hamsun, þar sem náttúran er mikil og meiri en mannskepnan, sem stendur
frammi fyrir henni og er hluti af henni. Þegar sjálfstæðisbaráttan krafðist
þess á Islandi að náttúran væri rómuð, urðu lofgerðirnar óhjákvæmilega
hjáróma á stundum, enda búa fáar vestrænar þjóðir við verri náttúruskilyrði
en Islendingar. Samkvæmt Löwenthal lýsir myndin af hinum litla manni
frammi fyrir ofurmagni náttúrunnar aðstöðu einstaklingsins í auðvaldskerf-
inu, sem hann stendur máttvana frammi fyrir. Því verður ekki neitað að
talið um Lífið og Manninn þjónaði oft þeim tilgangi að fela samfélagið og
stéttirnar. Langvinnar deilur hafa staðið um pólitískar hugmyndir
Hamsuns, og hér er ekki staður til að bæta við þær. Sama gildir um
Nietzsche, en sem kunnugt er notuðu nasistar sér þætti úr kenningum
hans.16
Þegar ræða á hugmyndafræði Sigurðar Nordal kemst maður ekki úr
sporunum nema fjalla jafnframt um lífsheimspeki og nasisma. A Islandi átti
nasismi í formi stjórnmálahreyfingar litlu fylgi að fagna, en þess meira
áberandi voru vissir þættir úr hugmyndafræði hans í opinberri menningar-
umræðu. Mjög margir höfundar hylltu menningu brenda í tímaritsgreinum
og ræðum (Agúst H. Bjarnason, Sigurður Nordal, Guðmundur Finnboga-
son, Eiríkur Albertsson, Árni Jónsson frá Múla), íslenski kynstofninn var
rómaður (Guðmundur Hannesson, Guðmundur Finnbogason, Olafur Lár-
usson), mannkynbótafratði var kynnt og lofuð (Guðmundur Finnbogason,
Agúst H. Bjarnason, Eiður S. Kvaran), dulhyggja blómstraði í ótal trúar-
kenningum (spíritismi, guðspeki, indverskir trúspekingar, Lao-tse o. fl.),
stungið var upp á róttækum stjórnarfarsbreytingum í ólýðræðislega og
andsósíalíska átt (Guðmundur Finnbogason, Guðmundur Hannesson),
stéttabaráttan var hörmuð mjög eftir 1918 (Halldór Stefánsson, Jónas
Jónsson frá Hriflu, Arni Pálsson) og sumir gerðu meira að segja landakröfur
á hendur grannríkjum okkar (Einar Benediktsson). Höfundarnir sem hér
eru nefndir í svigum voru yfirleitt áhrifamiklir og er upptalningin vitaskuld
mjög langt frá því að vera tæmandi. Þessar hugmyndir, sem nefna má einu
nafni þjóðernishyggju, voru megineinkenni íslensks menningarvettvangs á
tímabilinu 1920-30. Eftir það dró úr henni, hún einangraðist og fjaraði út
að kalla með smáflokkunum sem kenndu sig við hana. Þess vegna verða höf-
undarnir sem boðuðu hana ekki kenndir við hina eiginlegu stjórnmálastefnu
60