Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Side 72
Tímarit Máls og menningar
3. Sbr. Óskar Halldórsson, TMM 1978 318 — 19. Varðandi „núllstíl" má segja, að
stílfræðingar hafa efast um tilvist hans m. a. vegna áhrifa frá formgerðastefnunni, til
dæmis frá ritgerð Rolands Barthes: Le degré zéro de l’écriture (París 1953, 1968).
Nordal virðist aðhyllast ekki einasta slagorðið Listin fyrir listina, heldur einnig
Vísindin fyrir vísindin í Snorra Sturlusyni (sbr. bls. 217—19).
4. Fróðlegt er að bera saman þessi viðhorf og skoðanir annarra höfunda á
millistríðsárunum. Halldór Laxness lagði t. d. ríka áherslu á að rithöfundar yrðu
skilyrðislaust að kynna sér afreksverk heimsbókmenntanna, en sumir aðrir, t. d.
Jakob Smári og Grétar Fells, töluðu um meðfæddar skáldgáfur.
5. Um þetta efni segir S.N. í Snorra Sturlusyni: „listaverk má dæma eftir því,
hvort höfundurinn hefur náð tilgangi sínum með því eða ekki, án þess að fara nánar
út í að meta þennan tilgang" (64).
6. I skáldskap S.N. eru, að því marki sem ég hef kynnt mér hann, þrjár
megingreinar: dæmisagan (t. d. „Ferðin sem aldrei var farin“), smásagan/skopsagan
(t. d. „Spekingurinn") og draumkennd táknsaga (t. d. „Hel“). Er ekki rúm til að
ræða skáldskap hans frekar að sinni.
7. Þótt Sigurður geri greinarmun á því sem skáldið ætlar að segja og hinu sem
verkið segir, á hann um margt skylt við svokallaða tjáningarfagurfrœði, sem skoðar
verkið fyrst og fremst sem tjáningu listamanns á meira eða minna persónulegri
reynslu. Tjáningarfagurfræðin var í rauninni að miklu leyti framhald á fagurfræði
rómantíkurinnar, og helstu fulltrúar hennar eru Croce, Vossler og Spitzer.
8. Margir höfundar auk Lukácsar vildu láta „boðskapinn" vaxa saman við verkið
(ef ekki hverfa alveg), og var þá oft talað um að verkið ætti að vera (lífræn) heild
(organismi eða tótalitet). Að höfundur ætti frekar að sýna en segjafrá er skoðun sem
tengist áróðri Henry James fyrir sjónarhornstækninni, sem var túlkaður skipulega af
Percy Lubbock í The Craft of Fiction 1921.1 þeirri bók er aðgreining gerð milli þess
að sýna og að segja frá (útg. New York 1973 , 62). Lubbock var meðal margra sem
tóku „showing“ fram yfir „telling“. Aðgreining þessi er lík aðgreiningu Aristóteles-
ar milli leikrænnar og frásagnarlegrar framsetningar í texta, en Wayne C. Booth
hefur sýnt að vandasamara er að greina milli „showing" og „telling" en menn héldu á
fyrstu áratugum aldarinnar. Sjónarhornstækni og það að sýna í stað þess að segja frá
tengjast blekkingartækni skáldsöguformsins og áttu að auka trúverðugheit textans.
Fræðimenn hafa sett fram tilgátur um að hinn „hlutlægi“ frásagnarháttur sjónar-
hornstækninnar samsvari í einhverjum skilningi firringu og valdleysi nútímamanns-
ins og því hve fjarri hann er því að hafa yfirsýn yfir samfélagið (hinn firrti maður
hefur takmarkað sjónarhorn). Fylgismenn sjónarhornstækni vildu yfirleitt láta
hugrenningar annarra en sögumanns lönd og leið og skrifa „hlutlægan" stíl, en
aðalávinningur sjónarhornsfræða var að gera menn meðvitaða um möguleikana sem
í breytileika sjónarhornsins liggja. Sigurður Nordal hefur sjálfsagt orðið fyrir
áhrifum frá Lubbock og fylgismönnum hans, annars er einnig líklegt að hann hafi
sótt þetta viðhorf til íslendingasagna.
9. I íslenskum tímaritum var vísað til trúarbragða Fornpersa (sbr. H.G.: „Verð-
leikar bændastöðunnar" í Hlín 1929), sem þóttu afar merkileg, meðal annars fyrir þá
hugmynd að í heiminum færu fram stöðug átök milli góðs og ills. Hins vegar man ég
62