Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Side 92

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Side 92
Tímarit Máls og menningar Þannig vinnur ríkjandi skipulag og venja að því daglangt og náttlangt að örva heimspekina og byggja upp þjóðarstoltið. Geymum það. Þýðandi sem ekki vill skila verki sínu undireins á þessu niðurlægingarinn- ar stigi leggur nú upp í aðra orustuna. Honum er ljóst að sigur frummálsins í fyrstu lotu byggist á því að vígvöllurinn hefur verið því hagkvæmur. Hann fjarlægir nú orðabókina ensk-íslensku, þýsk-íslensku eða dansk-íslensku, einnig frumtextann svo þetta trufli ekki næstu viðureign. Fær sér afturámóti íslensk-íslenska orðabók (samheitaorðabók á íslensku er þvímiður enn ekki til, hún verður ntikill liðsauki þegar hún kemur út). Hann lætur nú íslensku orðabókina þarsem áður lá hin útlenda og snýr sér að blöðunum með upp- kastinu. Næst er svo að færa texta fyrsta uppkastsins á hægri hlið rúðustrik- uðu blaðanna hægt og varlega yfrá vinstri hliðina (sem var auð ef þess hefur verið gætt að teikna ekki á hana) um leið og hverri setningu er vikið ögn við, sumum gjörbreytt en einstaka setning þó látin fljóta óhögguð. Þá fer að koma blærinn sem ég talaði um í upphafi og byggist á forvinnunni þó hann mótist ekki fyren þarna. Undarlega seinlegt getur það verið að láta íslensk- una ná yfirhöndinni í þessum átökum. Það væri ekki sanngjarnt að þreyta saklausan lesanda með þvílíku stagli. Þó get ég ekki stilt mig um að nefna skemtilegt dæmi (sem einnig sannar hvað orðabókin getur verið tvíeggja vopn í þessu stríði). Frummál: (du) opsluges af en höj snedrive, verður í fyrsta uppkasti: (þú) ert gleyptur af háum snjóskafli. Þetta er lemstrað. Hvað er að? Vangaveltur og stunur, göngutúr niðrað Tjörn og loksins kem- ur það. Islenskur snjóskafl er ekki hár heldur djúpur!!! Og setningin er flutt yfir svolátandi: (þú) sekkur í djúpan skafl sem gleypir þig. Fleiri dæmi mætti nefna um það að stundum verður að grípa til gagnstæðra orða fremuren hliðstæðra ef blær á að nást á þýðingu um leið og trúnaði er haldið við frumtextann. Geymum það. Flutningur fyrsta uppkastsins yfrá vinstra kant tekur líka sinn tíma. Minstakosti þrjá og hálfan dag örkin. Það léttir smámsaman til í sál þýðandans. Birtir yfir vígvelli þýðingarinnar. Nú er veður til að skapa, einsog skáldið sagði. Þetta kostar mesta einbeitinguna og verður tíðast skemtilegasti þáttur bardagans. A þessu stigi þýðir maður líka öll ljóðmæli sem í bókinni eru. Með því að læra þau utanað á frummálinu. Fara síðan góðan spássitúr (2—3 tíma) og skrifa þýðinguna niður þegar heim er komið. Þýðandinn er með fábjánalegt annarshugar sælubros límt á andlitið frá morgni til kvölds enda vígvöllur þýðingarinnar sólbjartur að verða einsog landslagsmynd eftir Isleif Konráðsson. Hann er að verða skrítinn, segja 82
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.