Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Side 102

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Side 102
Tímarit Máls og menningar Musil, og Broch kemur ófreskjan að utan og kallast Saga; hun á ekki lengur neitt skylt við ævintýralestina: hún er ópersónuleg, lætur ekki að stjórn, óútreiknanleg, óskiljanleg — og enginn hefur nokkru sinni komist undan henni. I eftirleik fyrra heimsstríðs skildi fjöldi mið-evrópuhöfunda og reyndi lokamótsagnir Nútímans. Ekki ber samt að líta á skáldverk þeirra sem þjóðfélags- eða stjórnmála- legar spásagnir, einskonar Orwell í bígerð! Boðskap Orwells hefði mátt orða jafn vel (reyndar miklu betur) í ritgerð eða ritlingi. Fyrrnefndir höfundar beina afturámóti sjónum okkar að því sem Broch nefndi hér að ofan: „það sem skáldsagan ein fær afhjúpað“: þeir sýna okkur hvernig tilvistarrök skipta skyndilega um merkingu við skilyrði lokamótsagna. Hvað merkir œvintýrib ef athafnafrelsi K. er hugarburður einn? Hvað táknar framtíðin úr því að menntamennirnir í Maður án einkenna eftir Musil hafa ekki minnsta hugboð um styrjöldina sem á eftir að hafa endaskipti á lífi þeirra? Hvaða þýðingu hefur glrepur þegar söguhetja iðrast ekki heldur gleymir hreint og beint morðinu sem hún framdi? Og ef við höfum í huga að eina gamansagan sem þetta tímabil gat af sér og Hasek samdi, hefur stríðið að sögusviði, hvernig er þá komið fyrir því hlxgilega'i Hvar eru skilin á milli þess einkalega og hins opinbera úr því að K. er ekki einusinni í ástaleiknum laus við sendiboðana frá kastalanum? Og hvað er þá einsemdin? Byrði, angist, bölvun eins og okkur hefur verið innrætt eða þvert á móti hið fágæta hnoss sem samfélagsheildin alltumlykjandi er á góðri leið með að ganga frá? Skeiðin í sögu skáldsögunnar eru löng (eiga ekkert sammerkt með tíðum tískubreytingum) og auðkennast af breytilegum sjónarhornum á veru- leikann sem skáldsagan einbeitir sér að í hvert skipti. Þannig voru möguleik- arnir í uppgötvun Flauberts á hversdagsleikanum fullnýtt fyrst sjötíu árum síðar í hinu risavaxna æviverki James Joyce. Tímabilið sem hófst fyrir fimmtíu árum með mið-evrópsku höfundunum (skeið lokamótsagnanna), virðist fjarri því að vera á enda. 7. Um langa hríð hafa menn mikið skeggrætt um endalok skáldsögunnar: þar á meðal fútúristarnir, súrrealistarnir — í stuttu máli framúrstefnumennirnir. I þeirra augum hlaut skáldsöguna að daga uppi á framfarabrautinni, hún hlaut að víkja fyrir gjörólíkri framtíð, í þágu listar sem í engu líktist því sem áður var. Skáldsöguna átti að husla í nafni sögulegs réttlætis líkt og berklana, valdastéttirnar, gömlu bílmódelin og pípuhattana. En ef nú Cervantes er brautryðjandi Nútíma, ættu þá ekki endalok arfleifðar hans að tákna meira en einföld kaflaskipti í sögu bókmenntaform- 92
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.