Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Síða 102
Tímarit Máls og menningar
Musil, og Broch kemur ófreskjan að utan og kallast Saga; hun á ekki lengur
neitt skylt við ævintýralestina: hún er ópersónuleg, lætur ekki að stjórn,
óútreiknanleg, óskiljanleg — og enginn hefur nokkru sinni komist undan
henni. I eftirleik fyrra heimsstríðs skildi fjöldi mið-evrópuhöfunda og
reyndi lokamótsagnir Nútímans.
Ekki ber samt að líta á skáldverk þeirra sem þjóðfélags- eða stjórnmála-
legar spásagnir, einskonar Orwell í bígerð! Boðskap Orwells hefði mátt
orða jafn vel (reyndar miklu betur) í ritgerð eða ritlingi. Fyrrnefndir
höfundar beina afturámóti sjónum okkar að því sem Broch nefndi hér að
ofan: „það sem skáldsagan ein fær afhjúpað“: þeir sýna okkur hvernig
tilvistarrök skipta skyndilega um merkingu við skilyrði lokamótsagna.
Hvað merkir œvintýrib ef athafnafrelsi K. er hugarburður einn? Hvað
táknar framtíðin úr því að menntamennirnir í Maður án einkenna eftir
Musil hafa ekki minnsta hugboð um styrjöldina sem á eftir að hafa
endaskipti á lífi þeirra? Hvaða þýðingu hefur glrepur þegar söguhetja iðrast
ekki heldur gleymir hreint og beint morðinu sem hún framdi? Og ef við
höfum í huga að eina gamansagan sem þetta tímabil gat af sér og Hasek
samdi, hefur stríðið að sögusviði, hvernig er þá komið fyrir því hlxgilega'i
Hvar eru skilin á milli þess einkalega og hins opinbera úr því að K. er ekki
einusinni í ástaleiknum laus við sendiboðana frá kastalanum? Og hvað er þá
einsemdin? Byrði, angist, bölvun eins og okkur hefur verið innrætt eða
þvert á móti hið fágæta hnoss sem samfélagsheildin alltumlykjandi er á
góðri leið með að ganga frá?
Skeiðin í sögu skáldsögunnar eru löng (eiga ekkert sammerkt með tíðum
tískubreytingum) og auðkennast af breytilegum sjónarhornum á veru-
leikann sem skáldsagan einbeitir sér að í hvert skipti. Þannig voru möguleik-
arnir í uppgötvun Flauberts á hversdagsleikanum fullnýtt fyrst sjötíu árum
síðar í hinu risavaxna æviverki James Joyce. Tímabilið sem hófst fyrir
fimmtíu árum með mið-evrópsku höfundunum (skeið lokamótsagnanna),
virðist fjarri því að vera á enda.
7.
Um langa hríð hafa menn mikið skeggrætt um endalok skáldsögunnar: þar á
meðal fútúristarnir, súrrealistarnir — í stuttu máli framúrstefnumennirnir. I
þeirra augum hlaut skáldsöguna að daga uppi á framfarabrautinni, hún hlaut
að víkja fyrir gjörólíkri framtíð, í þágu listar sem í engu líktist því sem áður
var. Skáldsöguna átti að husla í nafni sögulegs réttlætis líkt og berklana,
valdastéttirnar, gömlu bílmódelin og pípuhattana.
En ef nú Cervantes er brautryðjandi Nútíma, ættu þá ekki endalok
arfleifðar hans að tákna meira en einföld kaflaskipti í sögu bókmenntaform-
92