Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Page 106
Tímarit Máls og menningar
blaður ritfanta, skáldsögur eftir daga skáldsögunnar? Eg hef ekki hugmynd
um það. Allt og sumt sem ég get fullyrt er að skáldsagan getur ekki lifað í
sátt við ríkjandi hugsunarhátt: ef hana fýsir ennþá að halda áfram rannsókn
á því sem enn er órannsakað, „fara fram“ sem skáldsögu, er það einvörð-
ungu gerlegt gegn „framförum“ heimsins.
Framúrstefnumenn sáu hlutina í öðru ljósi. Þeir voru gagnteknir þeim
metnaði að vera í sátt við framtíðina. Listamenn af þeim skóla sköpuðu verk
sem vissulega voru voguð, erfið, örgandi, æpt niður — en þeir sköpuðu þau í
fullvissu þess að andi tímans væri þeim meðmæltur og á morgun nytu þeir
sannmælis.
Forðum tíð var það einnig afstaða mín að líta á framtíðina sem eina hæfa
dómarann yfir verkum okkar. Og mér fannst þessi hugsunarháttur lofsverð-
ur þar til ég gerði mér grein fyrir því að smjaður fyrir framtíðinni er stækari
íhaldssemi en hin fyrri; á lítilsigldan hátt var verið að gera hosur sínar
grænar fyrir hinum sterkari. Því framtíðin ber nútíðina jafnan ofurliði. Hún
mun koma og dæma okkur, að sjálfsögðu af fullkomnu getuleysi.
En úr því ég aðhyllist ekki einusinni framtíðina, hverju er ég þá skuld-
bundinn: Guði? föðurlandinu? þjóðinni? einstaklingnum?
Svar mitt er álíka fáránlegt og það er einlægt: ég finn mig ekki vandabund-
inn neinu nema hinum ófrægða arfi Cervantesar.
Pétur Gunnarsson þýddi
Þessi hugvekja Milan Kundera er að stofni til fyrirlestur sem hann hélt við háskólann
í Michigan í apríl síðastliðnum þar sem hann tók við nafnbót heiðursdoktors. Hún
birtist svo í franska vikuritinu Le Nouvel Observateur. Kundera er höfundur sem
vert væri að kynna hérlendis, allar skáldsögur hans bíða íslensks búnings og má það
undarlegt heita þar eð einn af okkar hæfustu þýðendum er menntaður í Tékkóslóva-
kíu. Kundera er í hópi þeirra fjölmörgu Tékka sem hernám Rússa hefur rekið í
útlegð. Stúdentaleikhúsið færði upp leikrit eftir hann í vetur (Jakob og Meistarann)
en af skáldsögum hans má nefna Brandarann (1967) og Bók hláturs og óminnis
(1980).
P. G.
96