Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Side 111

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Side 111
Litir landsins trúarástæðum, vegna skipunar frá stjórnvöldum eða hreinlega sem skraut þá voru þau hluti af ákveðinni, fastmótaðri heimsmynd. Fegurð hlutarins eða listrænt gildi verksins í sjálfu sér var aldrei upplifað án tengsla við tilgang hans. Það má skýra þetta nánar með því að taka dæmi og þá er tilvísun Guðbergs til inkamenningarinnar kjörin. Inkarnir sjálfir lögðu aldrei stund á myndíð. Þeir voru yfirstétt: stjórn- endur, skipuleggjendur og prestar. En þeir fengu til sín hagleiksfólk úr ýmsum áttum til að vinna fyrir sig og skapa það sem við í dag nefnunj hámenningu Inkanna. Það er furðu lítið vitað um þetta þjóðfélag sem spönsku hermennirnir lögðu í rúst. Letur þeirra, ef það er þá letur, er óráðið. Það er gáta hvernig þeim tókst að byggja steinmúra úr margra tonna björgum án þess að hagnýta sér hjól eða járn. Stórfenglegustu minjar perúanskrar menningar, ef frá eru talin hof Inkanna, eru dýramyndirnar í Nazca. Við vestrænir ferðalangar getum skoðað þessi mannvirki sem myndlistarverk. Tekið á leigu einhreyfilsrellu í tuttugu mínútur og virt fyrir okkur þessar miklu dýramyndir sem eru svo stórar að línur þeirra eru bílfærar. En það er misskilningur að ætla að tilgangur indíánanna með þessum mannvirkjum hafi verið fagurfræðilegur. Nema að þeir hafi kunnað að fljúga. Perú nútímans á fáa myndlistarmenn, enda mikil fátækt í landinu. Lista- mennirnir búa við fáeinar götur í einu af úthverfum Lima og lifa af því að selja yfirstéttinni myndverk sín. Það er ekki ólíklegt að þeir reyni að notfæra sér menningu indíánanna sem fyrirmynd að einhverju leyti og vafa- laust eru á meðal þeirra andófsmenn sem beita hæfni sinni til að andæfa ríkj- andi kúgun. En sem myndlistarmenn þurfa þeir að sækja mikið til vestur- landa og þeir geta ekki verið án þeirra áhrifa. Spurningin er ekki um rofin tengsl, heldur hvort tengsl hafi myndast yfirleitt. Ef slík tengsl hafa ein- hvern tímann verið til þá fær hugmyndin um þjóðlega list merkingu — og þá fyrst. Indíánarnir sem lifðu af hörmungar nýlendutímans, afkomendur Inkanna, hafa verið hugmyndaríkir við að tileinka sér vestræna menningu, og þrátt fyrir aldalanga kúgun hefur þeim tekist að halda reisn sinni. Þjóðbúningur indíánakvenna Andeshásléttunnar er saumaður úr gerviefni. Þær hafa ekki lengur efni á að ganga í fötum úr alpacaullinni. Eða kannski velja þær heldur gerviefnin vegna þess að þau gefa möguleika á skærari litum og eru slitsterkari. Á meðan þær prjóna evrópskum túristum inkahúfur úr ull alpacadýranna með mynstri sem um margt líkist því sem við höfum feng- ið að láni frá grænlendingum, skrýðast þær harðkúluhöttum. Hattarnir eru eins og bresku meðaljónarnir ganga með ef undan er skilinn skær liturinn. Pils kvennanna eru stytt útgáfa af rykktum pilsum evrópskra hefðarkvenna. 101
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.