Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Page 112

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Page 112
Tímarit Máls og menningar En hvernig svo sem klæðnaður kvennanna í Púnó er til kominn þá er hann engu minna vestrænn en perúanskur. Samt sem áður getur samsetningin ekki talist tákn vestrænnar kúgunar. Það er reisn yfir klæðnaði indíánanna þó að þeir lifi flestir undir opinberum sultarmörkum Sameinuðu þjóðanna. Það er með öllu óréttmætt að nota dýramyndirnar í Nazca, sem ótvírætt má líta á sem afrek perúanskrar alþýðumenningar, til að dæma aðstandend- ur Gullstrandarinnar álfa úr björtum skólum eins og Guðbergur gerir. An þess að nefna nokkur nöfn. Eftirhermulist eins og Guðbergur virðist kjósa að kalla vestræn menning- aráhrif þarf ekki sjálfgefið að vera vond, eins og búningur indíánakvennanna í Púnó er dæmi um. Tengsl vestrænnar menningar, sem vissulega fær út- breiðslu í nánum tengslum við útbreiðslu kapítalísks markaðar, og alþýðu- menningar þjóðríkja eru mjög margslungin. Undanfarin ár hefur verið fjall- að mikið um „alþjóðleika" listarinnar. Það er sjálfsagt sú umræða sem hefur orðið hvati að skrifum Guðbergs þó hann minnist ekki á það. Andófið gegn alþjóðleika listarinnar er aðallega tvíþætt. Annarsvegar uppgjör við módernismann, og hinsvegar endurmat á hefðum einstakra þjóðríkja. Blindgötur módernismans koma saman í fullyrðingunni „þetta hefur allt verið gert áður“. Við að yfirvinna hræðsluna við endurtekninguna verður spurningin áleitnari um fyrir hvern sé unnið og af hverju. Listasagan getur ekki verið sá algildi mælikvarði sem henni er ætlað að vera. I beinu framhaldi af þvílíkum hugleiðingum er þjóðleg vakning skiljanleg. Margir listamenn hafa að undanförnu verið að reyna að ná alþjóðlegri tilvísun með því þjóðlega. Betra væri að orða þetta þannig að þeir reyndu að höfða til fólks almennt með því að vinna úr því staðbundna. Það er búið að fjalla svo mikið um módernismann og vandkvæðin á að skapa eitthvað nýtt og vekjandi að varla er á bætandi. Flestar spurningar módernismans eru orðnar skratti teygðar: Hvað er list? Hver eru tengsl listar og lífs? Hvar eru landamæri milli einstakra listgreina og hvert er eðli sérhverrar þeirra? Hvað er hugtak, hljóð, litur og form? I ljósi módernísku hefðarinnar eru hugleiðingar Guðbergs um frelsi listarinnar fyrirtak; „Lista- verkið er ekki frelsi heldur frelsisþrá hugar sem er þrælbundinn af form- hugsun og lista- og menningarhefð.“ (313) Byrðin er þung fyrir þá sem ætla að tjá eða forma nýja hugsun eða mála nýja mynd. Uppáhaldsfrasi íslenskra myndlistargagnrýnenda er á næstu grösum: þetta hefur allt saman verið gert áður. Það er óþarfi að byrja á Baudelaire og impressionistunum. Skáldsögu- formið verður vart þanið meira en þeir Joyce, Kafka, Proust og Beckett hafa gert. I Ameríku töldu málarar sig hafa náð fullkomnun óhlutbundinnar listar með því að nota gerviefni og brjóta upp tvívíðan flöt málverksins, og 102
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.