Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Síða 112
Tímarit Máls og menningar
En hvernig svo sem klæðnaður kvennanna í Púnó er til kominn þá er hann
engu minna vestrænn en perúanskur. Samt sem áður getur samsetningin
ekki talist tákn vestrænnar kúgunar. Það er reisn yfir klæðnaði indíánanna
þó að þeir lifi flestir undir opinberum sultarmörkum Sameinuðu þjóðanna.
Það er með öllu óréttmætt að nota dýramyndirnar í Nazca, sem ótvírætt
má líta á sem afrek perúanskrar alþýðumenningar, til að dæma aðstandend-
ur Gullstrandarinnar álfa úr björtum skólum eins og Guðbergur gerir. An
þess að nefna nokkur nöfn.
Eftirhermulist eins og Guðbergur virðist kjósa að kalla vestræn menning-
aráhrif þarf ekki sjálfgefið að vera vond, eins og búningur indíánakvennanna
í Púnó er dæmi um. Tengsl vestrænnar menningar, sem vissulega fær út-
breiðslu í nánum tengslum við útbreiðslu kapítalísks markaðar, og alþýðu-
menningar þjóðríkja eru mjög margslungin. Undanfarin ár hefur verið fjall-
að mikið um „alþjóðleika" listarinnar. Það er sjálfsagt sú umræða sem hefur
orðið hvati að skrifum Guðbergs þó hann minnist ekki á það.
Andófið gegn alþjóðleika listarinnar er aðallega tvíþætt. Annarsvegar
uppgjör við módernismann, og hinsvegar endurmat á hefðum einstakra
þjóðríkja. Blindgötur módernismans koma saman í fullyrðingunni „þetta
hefur allt verið gert áður“. Við að yfirvinna hræðsluna við endurtekninguna
verður spurningin áleitnari um fyrir hvern sé unnið og af hverju. Listasagan
getur ekki verið sá algildi mælikvarði sem henni er ætlað að vera. I beinu
framhaldi af þvílíkum hugleiðingum er þjóðleg vakning skiljanleg. Margir
listamenn hafa að undanförnu verið að reyna að ná alþjóðlegri tilvísun með
því þjóðlega. Betra væri að orða þetta þannig að þeir reyndu að höfða til
fólks almennt með því að vinna úr því staðbundna.
Það er búið að fjalla svo mikið um módernismann og vandkvæðin á að
skapa eitthvað nýtt og vekjandi að varla er á bætandi. Flestar spurningar
módernismans eru orðnar skratti teygðar: Hvað er list? Hver eru tengsl
listar og lífs? Hvar eru landamæri milli einstakra listgreina og hvert er eðli
sérhverrar þeirra? Hvað er hugtak, hljóð, litur og form? I ljósi módernísku
hefðarinnar eru hugleiðingar Guðbergs um frelsi listarinnar fyrirtak; „Lista-
verkið er ekki frelsi heldur frelsisþrá hugar sem er þrælbundinn af form-
hugsun og lista- og menningarhefð.“ (313) Byrðin er þung fyrir þá sem ætla
að tjá eða forma nýja hugsun eða mála nýja mynd. Uppáhaldsfrasi íslenskra
myndlistargagnrýnenda er á næstu grösum: þetta hefur allt saman verið gert
áður.
Það er óþarfi að byrja á Baudelaire og impressionistunum. Skáldsögu-
formið verður vart þanið meira en þeir Joyce, Kafka, Proust og Beckett hafa
gert. I Ameríku töldu málarar sig hafa náð fullkomnun óhlutbundinnar
listar með því að nota gerviefni og brjóta upp tvívíðan flöt málverksins, og
102