Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Side 122
Tímarit Máls og menningar
heitir eitt hinna orðknöppu ljóða Ingi-
bjargar:
Astina þekkti ég
sæluna
sársaukann þekkti ég.
Þig
sem ég elskaði
þekkti ég ekki.
Ekki fjölyrðir hún heldur um sam-
skiptin í hversdagsleikanum, t. d. í ljóð-
inu „Heimiliserjur", en hin fáu orð segja
mikið:
Svo stökkur
svo brotgjarn
er heimurinn stundum
að verði okkur
sundurorða
splundrast hann.
En þó að víða sé þungbúinn himinn
og dökkt í álinn i ljóðum þessum, þá fer
birtugjafinn og vonarneistinn samt ekki
leynt: barnið. Enginn getur ort slík ljóð
um börn nema móðirin sjálf. Fágætt að
myndfegurð og tilfinningu er ljóðið „Til
ófædda barnsins míns“ í fyrsta hluta
bókarinnar:
Eg geng út úr skóginum
heilsa sólinni og segi: hér er ég
opna augun og rétti fram lófa
tek við blómi sem fellur af himni.
Nóttin varð eftir í skóginum
nóttin í dökku laufi
andvörp hennar og angist
ég heyri ekki hvað hún segir
ég heyri aðeins ljóðið sem kemur
af himni í útréttan lófa
og sprettur úr grænni jörð.
Það ljóð vil ég lesa
í augum þínum
þegar þú kemur.
I fimmta hluta bókarinnar er röð ljóða
um aðdraganda, fæðingu og frum-
bernsku barns. Oll geyma þau líflega og
trúverðuga útlistun, ekki hvað síst á
stund fæðingarinnar sjálfrar („Veraldar-
undur"). Ekki er ég líkt því eins snort-
inn af ljóðunum um stálpaða barnið í
fjórða hlutanum, en gaman þætti mér að
vita hvers vegna uppalandinn telur þörf
á að segja barninu frá Gunnari á Hlíðar-
enda („Uppeldi").
I heild vitnar þessi ljóðabók ótvírætt
um aukinn skáldþroska höfundarins.
Þetta eru nokkuð stór orð í augum
þeirra sem vita hversu vel Ingibjörg
hafði ort áður en þessi bók kom út.
Hugblærinn, tóntegundin í þessum ljóð-
um öllum vitnar um listrænt jafnvægi.
Hér er hvergi hávaði eða skvaldur. En
þessi tempraði tónn er aldrei bældur,
heldur sleginn af hófsemd og einlægni
svo að hvergi skeikar, t.d. í síðasta frum-
orta ljóði bókarinnar, „Varúð“, sem líka
mætti verða uppörvun í tilveru þar sem
naprir vindar blása:
Gakktu hægt
yfir grasið
í nepjunni.
Sólin hefur enn ekki
sungið sitt síðasta.
Aftast í bókinni eru 15 þýdd ljóð eftir
7 höfunda frá rómönsku Ameríku. Flest
eru þetta mælsk ljóð og nokkuð þanin,
með fáum líkingum. Það er vissulega
þakkarvert að fá aukin kynni af þessum
skáldum sem fæst hafa verið kunn í ís-
lenskum þýðingum áður. Mestur fengur
112