Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Side 125
Neikvæð afstaða gagnvart konunni/
móðurinni er áberandi hér eins og víða
annars staðar hjá Guðbergi. Hún er
hindrun milli föður og sonar, hún vill
stjórna uppeldi drengsins og móta hvatir
hans. Orsakanna fyrir draumum drengs-
ins er e. t. v. að leita í hinum fyrirbyggj-
andi, kæfandi aðgerðum hennar. Eins
og t. d. við lok sögunnar þegar Tóti litli
má ekki sofna í fangi pabba. Tóti pabbi
er rekinn út en Tóta mamma umlykur
drenginn í mjúkum faðmi og svæfir
hann. En Tóta mamma getur ekki hindr-
að það að jafnvel þangað koma til hans
draumar. Sumir draumarnir baða sig í
brúnni holu, og „Allir voru draumarnir
eins og tær í laginu.“ (bls. 80)
Meistari tvírœómnnar
Það hlýtur að vera mikið vandaverk að
skrifa bókmenntir fyrir börn og til að
gera það hlýtur höfundurinn að verða að
beita sjálfan sig miklum aga. Hann verð-
ur að setja sig í spor barnsins, tala við
það þannig að það skilji án þess að tala
niður til þess. Hann verður að neita sér
um að láta ýmislegt flakka sem annars
væri nothæft fyrir fullorðna og hann
verður að hafa eitthvað fram að færa,
eins og auðvitað allir höfundar. Þessi
skilyrði uppfyllir Guðbergur vel að öllu
öðru leyti en því að hann lætur of mikið
flakka, með öðrum orðum hann skýtur
yfir markið í tvíræðni. Orðaval er slíkt
að ekki fer milli mála þegar skírskotað er
til kynlífssviðsins, en því verður hins
vegar ekki á móti mælt að Guðbergur er
meistari tvíræðninnar og framan af sög-
unni heldur hann sér vel á mottunni.
Þegar líður á verður tvíræðnin of'
groddaleg og þá á kostnað hins gaman-
sama ævintýris um tána sem eignast
eigið líf og leikur lausum hala út um
borg og bý með telpunni Tótu. Með of-
Umsagnir um bœkur
urlítið mildara orðalagi hefði það ævin-
týri notið sín betur og viðkvæmar sálir
sloppið við hrollinn.
Einhvern veginn er það svo að í barna-
bókum eru kynhvöt og árásarhvöt bann-
orð. E. t. v. er þetta ein ástæða þess hve
barnabækur eiga erfitt uppdráttar.
Margar hverjar hafa hreinlega lítið að
segja barninu, jafnvel þó að þær séu vel
gerðar og dálítið skemmtilegar. Vantar
ekki einmitt lesefni sem getur leyst eitt-
hvað af bældum hvötum barna úr læð-
ingi eins og t. d. gömlu ævintýrin gerðu?
Bæði árásarhneigð og kynhvöt, eru rík-
ur þáttur í sálarlífi barna. Mjög fátt í
samfélaginu gefur börnum tækifæri til
eðlilegrar útrásar á þessum sviðum, allra
síst þær bækur sem þeim eru ætlaðar.
Guðbergur rýfur þessa hefð og ryðst
inná bannsvæði barnabókmenntanna.
Það er hæpið að fordæma „Tána“ í
öðru orðinu en dásama gömlu ævintýrin
í hinu sem eru full af kynferðislegum
fantasíum, að vísu betur földum, morð-
um og gripdeildum, eða leyfa landsins
börnum vikulega að horfa á J.R. hreiðra
um sig í öðruhverju bóli í Dallas. Þarna,
eins og á mörgum fleiri sviðum, er um
að ræða mikinn tvískinnung í þeirri sið-
ferðisvitund sem höfð er að leiðarljósi
við barnauppeldið. I barnabókum má
ekkert segja en börn geta horft á næstum
hvaða sora sem er í sjónvarpi eða bíó.
Meistari stílsins
Guðbergur er, eins og áður sagði, meist-
ari tvíræðninnar, en ekki síður er hann
mikill stílmeistari. Stíllinn á tánni er
hreint afbragð. Höfundi tekst að feta
einstigið milli draums og veruleika listi-
lega og nær fram einkennilegum blæ fár-
ánleika sem þó blómstrar í raunverulcik-
anum. Málið leikur Guðbergi á tungu,
hann leikur sér með orð, hugtök og
115