Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Síða 127
við Véstein Lúðvíksson og Ólaf Hauk
Símonarson. Einatt varpar hann nýstár-
legu ljósi á kunnugleg fyrirbæri með
frumlegri líkingu ellegar stílbragði frá
óvenjulegu sjónarhorni. Meginkostur-
inn við verk hans er frjór leikur að máli
og persónulegur stíll en slíkt er sjaldséð í
samtímabókmenntum okkar. Oft á tíð-
um tekst Pétri að miðla mállegri reynslu
með því að taka orð til bæna og afklæða
þau sínu sjálfsagða og fordómafulla sam-
hengi.
Óheilindi
Einkunnarorð Persóna og leikenda eru
sótt í ljóð Steins Steinarr, I draumi sér-
hvers manns. Vísast skilur Pétur Ijóðið
svo að það fjalli um líf í blekkingu,
sjálfsfirringu. Hið sama gerir Nína
Björk Arnadóttir í nýlegu leikriti sínu.
Þó að verk þessara höfunda séu næsta
ólík á flestan máta eiga persónur þeirra
það sammerkt að klæðast gervum sem
hæfa þeim ekki. Hjá Nínu felur lífslygin
í sér uppgjöf fyrir lífinu, flótta. Hjá Pétri
er hún hinsvegar stig á þroskabraut ungs
manns sem ekki hefur fundið sjálfan sig.
Persónur og leikendur er skrifuð eftir
líkum nótum og fyrri bækurnar um
Andra sem barn og Andra sem táning.
Enn sem fyrr er áhersla lögð á samhengi
hlutanna í veröld þar sem menn fæðast
inní ákveðin gervi eða hlutverk. Hring-
urinn hefur þó þrengst um söguhetjuna,
sálarlíf hennar þyngra á metum en áður.
I þessari bók er Andri Haraldsson
næstum orðinn að manni; hann lýkur
efsta bekk í MR og fer að sofa hjá,
heldur síðan úr landi til Parísar þar sem
hann villist inní „vitlausa atburðarás“ og
er sleginn í hausinn með lögreglukylfu
fyrir vikið. Það er enginn hörgull á
skemmtilegum atvikum og persónulýs-
ingum í þessari bók. Líklegt að margir
Umsagnir um btekur
kannist við sig af umhverfislýsingu
hennar ef ekki atburðunum sjálfum. Pét-
ur fer víða á kostum og reytir af sér
brandarana enda gefur efnið tilefni til
þess: menntaskólalíf með öllum þess
uppátækjum og -komum. Höfundur
hefur næmt auga fyrir hinu skoplega og
munar jafn vel ekki um að gera klósett-
ferð í MR að lystireisu fyrir lesandann:
„Ef til vill stend ég í sporum Jóns Sig-
urðssonar, hugsaði Andri. Allavega var
klósettið eins og hefði ekki verið sturtað
niður síðan á þjóðfundinum." Galgopa-
skapur af þessu tagi einkennir frásögn-
ina gervalla, sem berst víða: úr skóla-
stofu yfir í gamla Sigtún með viðkomu á
bókasafni, heimili og kaffihúsi, út um
land og loks úr landi. „Klíkuna" vantar
ekki: Garðar Trotský, Svan Rimbaud og
Dodda Goddard, sem ásamt Andra
munar ekki um að skola niður heimslitt-
eratúrnum einsog hann leggur sig og
svelgist ekki einusinni á: „Með hverju
höggi hækkuðu þeir í sjálfsáliti og eftir
fáein strandhögg í heimslitteratúrnum
munaði minnstu að þeir létu greipar
sópa um Sænska Kóngsríkið og héldu á
brott með Nóbelinn.“
En meginefni bókarinnar er Andri
sjálfur. Þann vetur sem sagan gerist að
mestu lifir hann og hrærist í heimi bóka.
Einkum gengst hann uppí Hemingway
og Halldóri Laxness en áhrifavaldi
þeirra er lýst á mjög skoplegan hátt.
Andri sér hvorki sjálfan sig né umhverf-
ið fyrir skáldlegri glýju, ráfar með veislu
í farangrinum um Austurstræti sem
ýmist tekur á sig mynd Boulevard
St.-Michel eða St.Germain og bregður
sér inná „góðu kaffistofuna á Place
St.-Michel“, þ. e. Hótel Höll. André
Hemingway. Líf hans er leikrit úr hugs-
un annars manns sem hann treður uppí í
ýmsum gervum. Slík óheilindi held ég
117