Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Blaðsíða 125
Umsagnir um bækur
SJÓNARHORN ARNARINS
Matthías Johannessen: Flýgur öm yfir
Skákprent 1984
Flýgur öm yfir er náttúruljóðabók borg-
arskálds. „Nýrúin fjöll,/það er sumar"
segir í upphafi bókar Matthíasar Johann-
essen, og í fimmtíu og tveim tölusettum
Ijóðum fylgjum við honum um landið á
sumarferðalagi, sem stundum liggur
ekki síður um tíma og rúm en dali og
fjöll. Könnumst við okkur stundum — í
Skagafirði, Borgarfirði og Eyjafirði:
Siglir kald-
bakur jötunn
út fjörðinn. (28)
En þetta er ekki Vegahandbók í ljóðum.
Flest eru þau óbundin stað, myndir af
myndbreytingum í náttúru og landslagi:
vatn ýfist fyrir golu og minnir á fugla,
jökull hefur markað spor, sól kveikir
fífuhvítar júnítýrur við sporlausan veg,
skýin rifa segl og hverfa í langjökuls-
legar hafbreiður fjallanna, bláir vængir
fjallsins eru hvítsköflóttir. Knappt form-
ið kallar á nýsmíði lýsingarorða, oft
skáldlegra, lesandi fær á tilfinninguna að
hér sé af vandvirkni reynt að skila nátt-
úrumyndum til hans. Skáldið horfir á og
ummyndar í orð og líkingar:
Þokunni léttir
fjallið gengið
úr reifinu. (53)
Persónugerir náttúruna:
Morgunninn
fer berbakt
yfir heiðar
og holt
rekur ullhvíta
dalalæðu
út hryggjaðan
fjörð. (54)
Stundum er horft langt í fjarskann með
fránum augum arnarins:
Það dregur í loft,
kvöldroðnar eggjar
hverfa í slíðrin. (48)
En hvað sér borgarbarnið í náttúr-
unni? Ekki fénað dreifa sér um græna
haga þótt sauðfé nýtist í myndhverfing-
um. Ekki búvinnuvélar. Varla bæi nema
í minningunni:
Skófhvítir bæir
undir sandbláu
þáfjalli tímans (17)
Náttúran er villt og rómantísk: Fjöll, ár
og vötn, öræfi, jöklar. Dýr landsins eru
æðarfuglar, hrafnar, kóngulær, mávar -
og hestar:
Indíánahestar,
og skjótt
folföld
horfa
úr nýfæddum
mógulum
augum
387