Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Blaðsíða 78
Tímarit Máls og menningar
Nei, hann skildi ekki hvers vegna mamma og pabbi höfðu sent hann á þennan
ókunna bæ — sent hann svona óra, óra langt. (Gúmmískór . . . bls. 52)
Hann átti að vera gamalli konu á bænum til hjálpar og afþreyingar á meðan
húsráðendur væru í burtu, var honum sagt. Honum leist ekki meira en svo á
sig þegar á staðinn var komið, fannst hann vera ósköp einmana. Ekki bætti
heldur úr skák, að honum hafði verið sagt að draugur væri í gestaherbergi
hússins.
Drengurinn var móður sinni reiður. Honum fannst ekki rétt af henni að senda
hann í þetta hús, þar sem vofa veifaði höfðinu þegar aðrir sváfu. (Gúmmí-
skór . . . bls. 58)
Hann skammast sín fyrir prakkarastrikin. Samviskubitið snýst þó upp í
reiði við foreldrana fyrir að senda hann í burtu. Margt af því sem hann hafði
gert var óviljandi, en það skildi fullorðna fólkið ekki.
En þrátt fyrir allt er þó best að vera hjá mömmu. Drengurinn ákveður að
strjúka heim. Það er gamla konan sem vekur hann til umhugsunar. Samvisk-
an vaknar. Hann getur nú eiginlega ekki skilið gömlu konuna eftir eina á
bænum, henni hlyti að leiðast. Drengurinn ákveður að geyma flóttann til
morguns. Þegar hann er kominn upp í rúm hellist einmanaleikinn yfir hann
og ímyndunaraflið fer af stað í myrkrinu.
Svo fann hann sigggróna hönd strjúka létt yfir vangann. Þá þánaði það litla
sem eftir var af stórmennsku þessa 10 ára manns. Hann greip fast um þessa
sigggrónu hönd. Nú var hún haldreipi lítillar sálar í stórum einmanaleika.
(Gúmmískór . . . bls. 75)
Þarna mætast tvær einmana sálir, — æskan og ellin. Ellin miðlar æskunni af
reynslu sinni og á milli þeirra skapast einlægt trúnaðartraust. Saga gömlu
konunnar víkkar sjóndeildarhring drengsins og hann sér ýmsa hluti í öðru
ljósi. Hann uppgötvar líka að hann er ekki aðeins þiggjandi, heldur getur
hann líka gefið af sjálfum sér.
Aður en hann vissi var hann farinn að klappa á hönd gömlu konunnar . . .
(Gúmmískór . . . bls. 80)
Það sem mestum tíðindum sætir, er það, að hann er hættur við að strjúka.
Hann ætlar að bjóða heiminum byrginn og sýna fram á það, að hann geti
gert gagn og að honum er trúandi fyrir ýmsum verkum.
Sambandi ungra og gamalla er þarna lýst á einkar fallegan og eðlilegan
340