Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Blaðsíða 13

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Blaðsíða 13
íslenskar bamabækur 1980—1985 Tímaritið er að þessu sinni að hluta helgað íslenskum barnabókmenntum á líðandi stund. Nokkrar greinarnar hér á eftir eru afrakstur námskeiðs um barnabækur sem var haldið í háskólanum síðastliðinn vetur, aðrar voru sérstaklega samdar fyrir þetta hefti. Þessi inngangur byggir á niðurstöðum námskeiðsins. Arið 1979 var síðast gefið út Tímaritshefti um barnabókmenntir og óhætt er að segja að það hafi orðið vinsælt. Meðal annarra átti undirrituð yfirlitsgrein þar um barnabækur áttunda áratugarins sem fjallar einkum um hversdagsraunsæi. Eins og menn minnast var raunsæi krafa dagsins til barnabókahöfunda þá og í kjölfar hennar tóku sögur handa börnum umtals- verðum og um margt lofsverðum breytingum. Um þetta er rætt í greininni en í lokin er „mælt með“ viðburðaríkari bókum um sókndjarfar söguhetur — eins konar spariraunsæi — og leið ævintýranna til barnabyltingarinnar, og bent á spírur að þeirri þróun. Bækur af þessu tagi héldu áfram að koma út eftir 1978, einkum má minna á sögur Vésteins Lúðvíkssonar um Sólarblíbuna (1981 og ’82), úrræðagóða borgarbarnið sem beitir göldrum ef annað dugar ekki. Mamma í uppsveiflu eftir Ármann Kr. Einarsson (1979) er gott dæmi um bók um hressa krakka sem fá sínu framgengt með útsjónarsemi, alveg í anda greinarinnar. Og ekki fæ ég betur séð en krakkarnir í leikhópnum Veit mamma hvað ég vil? hafi látið sögu Ármanns rætast nú á síðustu mánuðum. Áhrif bókmenntanna? En þetta varð hliðargrein þróunarinnar, meginstraumur í barnabók- menntum reyndist liggja í aðra átt. Það er erfitt að spá, einkum um fram- tíðina, eins og maðurinn sagði. Fyrstu skáldsögurnar sem voru skrifaðar handa börnum og unglingum í grannlöndum okkar á öldinni sem leið og hjá okkur undir miðbik þessarar aldar voru vel flestar þroskasögur. Þær lýstu leit ungs fólks að samastað í tilverunni, jafnvægi og sátt eftir þrengingar og jafnvel uppreisn gegn um- hverfi sínu og kjörum. Þetta á ennþá við um margar unglingabækur, en það sem hefur sérkennilegast gerst á undanförnum árum er að þroskasagan hefur verið að færast neðar. Hún fjallar um yngri börn núna, jafnvel lítil börn sem þola ranglæti, upplifa sársauka og þurfa að taka stórar ákvarðanir. Ein fyrsta sagan sem fór inn á þessa braut markvisst var Lyklabarn eftir Andrés Indriðason. Hún var verðlaunabók í samkeppni Máls og menningar á barnaári og kom út það ár, 1979. Nýjasta íslenska verðlaunabókin, Emil 275
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.