Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Blaðsíða 18
Tímarit Máls og menningar
Lambadrengur, svo nærtæk dæmi séu nefnd. Slíkar bækur verða vonandi til
áfram. Hin hefðbundna íslenska sveitasaga er sú sem stillir sveitinni upp
sem andstæðu bæjanna, segir lesanda sínum beint eða óbeint að það sé rangt
að búa annars staðar en í sveit, þangað verði þau að minnsta kosti að komast
til að verða að manni. Hún er gegnsýrð sektarkennd sveitamannsins á
mölinni og tímaskekkja á okkar dögum. Líklega hefur hún ævinlega verið til
ills.
I íslenskum barnabókum sem gerast núna eru bæir og borg „eðlilegt"
heimkynni barna. Sveitin er forvitnileg, stundum spennandi eins og útlönd,
þar er líf og fjör, gott mannlíf, samhjálp, frjálsræði, nóg að starfa en sjaldan
raunverulegt atvinnulíf, fagurt um að litast en varla búsældarlegt. Framandi
umhverfi nema í sögum Guðjóns Sveinssonar sem Anna Birgisdóttir fjallar
um í sinni grein. Yfirleitt nýtur sveitin óskoraðrar virðingar í barnabókum
þótt undantekningar séu á því eins og sjá má í grein Stefáns Sæmundssonar
hér á eftir.
Islenskar myndabækur handa yngstu lesendunum hafa veitt erlendu fjöl-
þjóðaprenti harða samkeppni allt síðan bók Halldórs Péturssonar og Njarð-
ar P. Njarðvík, Helgi skoðar heiminn kom út (1976). Ekki þarf að tíunda
hvað það er dýrt að gefa út bækur í fullum litum fyrir lítinn markað. Verð
þeirra þyrfti að vera margfalt á við útlendu bækurnar til að gefa höfundum
og útgefanda jafnmikið í aðra hönd. Þær eru líka dýrari, en staða þeirra
virðist sterk ef þær eru nógu vandaðar og skemmtilegar.
Islenskir myndabókahöfundar reyna að skera sig úr á stöðluðum mark-
aði, margir nota persónur og minni úr íslenskum þjóðsögum og ævintýrum
eða sérkennilega karaktera. Gunnhildur kynnist álfastrák sem lýsir upp
hversdagsleikann í Gunnhildi og Glóa eftir Guðrúnu Helgadóttur (1985).
Krökkunum leiðist ekki lengur í Hundrað ára afmælinu eftir Þráinn
Bertelsson og Brian Pilkington þegar þau hitta tröllastrákinn (1984). Dverg-
ar bjarga Kela ketti, villtum og ráðalausum, í bók Guðna Kolbeinssonar og
Péturs Halldórssonar (1983). Vésteinn Lúðvíksson lætur reyna duglega á
móðurástina í sálfræðilegu nútímaævintýri um Guðmund Hrein með gull í
nögl sem Robert Guillemette myndskreytti (1983). Nær heima eru
Gunnjóna, sérkennilega gamla konan með „grænu fingurna" í bók Ingi-
bjargar Sigurðardóttur og Brians Pilkingtons Blómin á þakinu (1985) og
Langafi prakkari í bókum Sigrúnar Eldjárn. Sigrún á líka ómengaðar
fantasíur í bókunum Allt í plati og Eins og í sögu (1980—‘81). Allar þessar
bækur bera vott um metnað höfunda og útgefenda.
Það er ekki ástæða til að vera með barlóm út af íslenskum barnabókum.
280