Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Side 18

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Side 18
Tímarit Máls og menningar Lambadrengur, svo nærtæk dæmi séu nefnd. Slíkar bækur verða vonandi til áfram. Hin hefðbundna íslenska sveitasaga er sú sem stillir sveitinni upp sem andstæðu bæjanna, segir lesanda sínum beint eða óbeint að það sé rangt að búa annars staðar en í sveit, þangað verði þau að minnsta kosti að komast til að verða að manni. Hún er gegnsýrð sektarkennd sveitamannsins á mölinni og tímaskekkja á okkar dögum. Líklega hefur hún ævinlega verið til ills. I íslenskum barnabókum sem gerast núna eru bæir og borg „eðlilegt" heimkynni barna. Sveitin er forvitnileg, stundum spennandi eins og útlönd, þar er líf og fjör, gott mannlíf, samhjálp, frjálsræði, nóg að starfa en sjaldan raunverulegt atvinnulíf, fagurt um að litast en varla búsældarlegt. Framandi umhverfi nema í sögum Guðjóns Sveinssonar sem Anna Birgisdóttir fjallar um í sinni grein. Yfirleitt nýtur sveitin óskoraðrar virðingar í barnabókum þótt undantekningar séu á því eins og sjá má í grein Stefáns Sæmundssonar hér á eftir. Islenskar myndabækur handa yngstu lesendunum hafa veitt erlendu fjöl- þjóðaprenti harða samkeppni allt síðan bók Halldórs Péturssonar og Njarð- ar P. Njarðvík, Helgi skoðar heiminn kom út (1976). Ekki þarf að tíunda hvað það er dýrt að gefa út bækur í fullum litum fyrir lítinn markað. Verð þeirra þyrfti að vera margfalt á við útlendu bækurnar til að gefa höfundum og útgefanda jafnmikið í aðra hönd. Þær eru líka dýrari, en staða þeirra virðist sterk ef þær eru nógu vandaðar og skemmtilegar. Islenskir myndabókahöfundar reyna að skera sig úr á stöðluðum mark- aði, margir nota persónur og minni úr íslenskum þjóðsögum og ævintýrum eða sérkennilega karaktera. Gunnhildur kynnist álfastrák sem lýsir upp hversdagsleikann í Gunnhildi og Glóa eftir Guðrúnu Helgadóttur (1985). Krökkunum leiðist ekki lengur í Hundrað ára afmælinu eftir Þráinn Bertelsson og Brian Pilkington þegar þau hitta tröllastrákinn (1984). Dverg- ar bjarga Kela ketti, villtum og ráðalausum, í bók Guðna Kolbeinssonar og Péturs Halldórssonar (1983). Vésteinn Lúðvíksson lætur reyna duglega á móðurástina í sálfræðilegu nútímaævintýri um Guðmund Hrein með gull í nögl sem Robert Guillemette myndskreytti (1983). Nær heima eru Gunnjóna, sérkennilega gamla konan með „grænu fingurna" í bók Ingi- bjargar Sigurðardóttur og Brians Pilkingtons Blómin á þakinu (1985) og Langafi prakkari í bókum Sigrúnar Eldjárn. Sigrún á líka ómengaðar fantasíur í bókunum Allt í plati og Eins og í sögu (1980—‘81). Allar þessar bækur bera vott um metnað höfunda og útgefenda. Það er ekki ástæða til að vera með barlóm út af íslenskum barnabókum. 280
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.