Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Blaðsíða 14
Tímarit Máls og menningar
og Skundi eftir Guðmund Olafsson (Vaka, 1986), er í sama anda svo að ekki
virðist stefnan vera að dala. Þó er sá munur á þessum tveim bókum að Dísa
lyklabarn gefst upp í baráttunni við veruleikann og kúplar sig frá honum en
Emil berst til þrautar.
I stað þess að skrifa bækur um hress börn sem gera meðvitaða uppreisn
hafa íslenskir barnabókahöfundar dregið fram hlut andhetjunnar, sagt frá
börnum sem ekki eru miklir bógar að sjá en eiga þeim mun öflugra innra líf,
hafa auðugt ímyndunarafl og nota það til að þroska sjálf sig og jafnvel
umhverfi sitt líka. Um þessar bækur fjallar greinin „Nýtt innsæi“ hér á eftir.
Þær taka upp þráð sem Stefán Jónsson spann í mörgum barnabókum sínum,
til dæmis í Fólkinu á Steinshóli (1954) um Lilla, viðkvæman og áhrifagjarnan
dreng sem tekur þó ódeigur á fláttskap og lífslygi fullorðna fólksins í
kringum sig. Höfundar taka sér stöðu hjá bældum börnum, lýsa uppreisn
þeirra innan frá, uppreisn tilfinninganna, og hafa greinilega mun meiri trú á
börnum en fullorðnum sem ábyrgum, viti bornum verum. í bestu skáld-
verkunum af þessu tagi, til dæmis sögunum um Tobías eftir Magneu frá
Kleifum (1982-5), Grösunum í glugghúsinu eftir Hreiðar Stefánsson (1980),
Sitji guðs englar eftir Guðrúnu Helgadóttur (1983) og Þetta er nú einum
of. . . eftir Guðlaugu Richter (1985), lýsa höfundar af einurð átökum ungra
söguhetja við sjálfar sig og umhverfi sitt, fylgja þeim vel eftir í sveiflum milli
sorgar og gleði sem oft eru hraðar á þessum aldri.
Hin helsta nýjungin á barnabókamarkaði hefur vakið meiri athygli enda
betri söluvara: unglingabækurnar. Þetta eru sögur um 14—16 ára unglinga
sem gripnar eru fegins hendi af krökkum sem sjálfsagt eru flestir yngri, 10—
14 ára, og þrá að komast að því hvernig það er að verða táningur.
Þessar nýju unglingabækur eru ólíkar unglingabókunum sem mesta
athygli vöktu áratuginn sem leið, Búrinu og Ég um migfrá mér til mín, þar
sem lesendum fannst unglingurinn allt í einu verða til á bókum: „Ónormal“
eins og hann er, vandræðalegur og milli vita, eiginlega varla til, viðkvæmur,
ofsafenginn, fullur efa og uppreisnar en þráir þó að vera metinn fyrir það
sem hann er. Olga Guðrún og Pétur Gunnarsson tefldu þessum unglingi
gegn samfélagi, skóla, kirkju, kjarnafjölskyldu, og persónur þeirra skoðuðu,
efuðust, gagnrýndu, gerðu gys að eða gerðu upp sakirnar við þessar
stofnanir með blóði, svita og tárum. Það er nú einu sinni leið mannsins til
þroska að efast um öll gildi jafnvel þótt hann taki þau í sátt eftir endurmat.
Nýju bækurnar eru ólíkar þessum. Þær eru þægari. Unglingurinn þar er
prúður (og þá er ég ekki að kvarta undan því að hann skuli ekki sofa hjá,
stök efnisatriði skipta ekki máli), átök hans við sjálfan sig og umhverfi sitt
rista ekki djúpt. Þetta eru að vísu þroskasögur sem reyna að láta draum
276