Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Side 14

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Side 14
Tímarit Máls og menningar og Skundi eftir Guðmund Olafsson (Vaka, 1986), er í sama anda svo að ekki virðist stefnan vera að dala. Þó er sá munur á þessum tveim bókum að Dísa lyklabarn gefst upp í baráttunni við veruleikann og kúplar sig frá honum en Emil berst til þrautar. I stað þess að skrifa bækur um hress börn sem gera meðvitaða uppreisn hafa íslenskir barnabókahöfundar dregið fram hlut andhetjunnar, sagt frá börnum sem ekki eru miklir bógar að sjá en eiga þeim mun öflugra innra líf, hafa auðugt ímyndunarafl og nota það til að þroska sjálf sig og jafnvel umhverfi sitt líka. Um þessar bækur fjallar greinin „Nýtt innsæi“ hér á eftir. Þær taka upp þráð sem Stefán Jónsson spann í mörgum barnabókum sínum, til dæmis í Fólkinu á Steinshóli (1954) um Lilla, viðkvæman og áhrifagjarnan dreng sem tekur þó ódeigur á fláttskap og lífslygi fullorðna fólksins í kringum sig. Höfundar taka sér stöðu hjá bældum börnum, lýsa uppreisn þeirra innan frá, uppreisn tilfinninganna, og hafa greinilega mun meiri trú á börnum en fullorðnum sem ábyrgum, viti bornum verum. í bestu skáld- verkunum af þessu tagi, til dæmis sögunum um Tobías eftir Magneu frá Kleifum (1982-5), Grösunum í glugghúsinu eftir Hreiðar Stefánsson (1980), Sitji guðs englar eftir Guðrúnu Helgadóttur (1983) og Þetta er nú einum of. . . eftir Guðlaugu Richter (1985), lýsa höfundar af einurð átökum ungra söguhetja við sjálfar sig og umhverfi sitt, fylgja þeim vel eftir í sveiflum milli sorgar og gleði sem oft eru hraðar á þessum aldri. Hin helsta nýjungin á barnabókamarkaði hefur vakið meiri athygli enda betri söluvara: unglingabækurnar. Þetta eru sögur um 14—16 ára unglinga sem gripnar eru fegins hendi af krökkum sem sjálfsagt eru flestir yngri, 10— 14 ára, og þrá að komast að því hvernig það er að verða táningur. Þessar nýju unglingabækur eru ólíkar unglingabókunum sem mesta athygli vöktu áratuginn sem leið, Búrinu og Ég um migfrá mér til mín, þar sem lesendum fannst unglingurinn allt í einu verða til á bókum: „Ónormal“ eins og hann er, vandræðalegur og milli vita, eiginlega varla til, viðkvæmur, ofsafenginn, fullur efa og uppreisnar en þráir þó að vera metinn fyrir það sem hann er. Olga Guðrún og Pétur Gunnarsson tefldu þessum unglingi gegn samfélagi, skóla, kirkju, kjarnafjölskyldu, og persónur þeirra skoðuðu, efuðust, gagnrýndu, gerðu gys að eða gerðu upp sakirnar við þessar stofnanir með blóði, svita og tárum. Það er nú einu sinni leið mannsins til þroska að efast um öll gildi jafnvel þótt hann taki þau í sátt eftir endurmat. Nýju bækurnar eru ólíkar þessum. Þær eru þægari. Unglingurinn þar er prúður (og þá er ég ekki að kvarta undan því að hann skuli ekki sofa hjá, stök efnisatriði skipta ekki máli), átök hans við sjálfan sig og umhverfi sitt rista ekki djúpt. Þetta eru að vísu þroskasögur sem reyna að láta draum 276
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.