Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Blaðsíða 137
Höfundar efnis í þessu hefti
Anna Margrét Birgisdóttir, f. 1960. Nemi í íslensku og bókasafnsfræði.
Anna Sigrídur Guðmundsdóttir, f. 1959. Nemi í dönsku og íslensku.
Aymé, Marcel, 1902 — 1967. Franskur rithöfundur af fátæku fólki, sjálfmenntaður.
Skarpt raunsæi einkennir sögur hans og í mörgum þeirra togast á bölmóðugur efi
og groddalegt hugmyndaflug sem gerir þær einstaklega skemmtilegar. Tvær
sögur hans hafa komið út í ísl. þýð. Karls Isfeld: Maðurinn sem breytti um andlit
(1948) og Við lifum á líðandi stundu (1947). „Úlfurinn" er úr smásagnasafninu Les
contes du chat perché (1934) sem bæði börn og fullorðnir hafa gaman af.
Árni Kr. Einarsson, f. 1959. Framkvæmdastjóri Máls og menningar.
Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir, f. 1965. Nemi í ensku og bókmenntum.
B'óðvar Bjarki, f. 1962. Búfræðingur og rafvirki.
Einar Már Guðmundsson, f. 1954. Skáld.
Eva María Jónsdóttir, f. 1971. Menntaskólanemi.
Guðbergur Bergsson, f. 1932. Rithöfundur.
Guðmundur Karl Friðjónsson, f. 1964. Nemi í íslensku, ensku og bókmenntum.
Guðríður Lillý Guðhjömsdóttir, f. 1940. Nemi í íslensku.
Guðrún Karlsdóttir, f. 1948. Nemi í íslensku.
Gunnar Hersveinn Sigursteinsson, f. 1960. Blaðamaður.
Gyrðir Elíasson, f. 1961. Skáld. Síðasta bók hans Blindfugl/Svartflug kom út í
sumar.
Helga Einarsdóttir, f. 1941. Barnabókavörður og gagnrýnandi.
Helgi Skúli Kjartansson, f. 1949. Sagnfræðingur.
Hildur Hermóðsdóttir, f. 1950. Kennari og gagnrýnandi.
Kolbrún Friðriksdóttir, f. 1960. Nemi í íslensku.
Kristín Heiða Kristinsdóttir, f. 1964. Nemi í íslensku.
Kristján Ámason, f. 1934. Bókmenntafræðingur. Til skýringar má taka fram að
heimspekingurinn Díogenes lifði í Aþenuborg á 4. öld f.Kr. Hann var einn af
þeim sem tóku sér dýr merkurinnar til fyrirmyndar og tömdu sér náttúrlega
lífshætti, svaf úti á víðavangi og gerði öll sín stykki á almannafæri. Þó bjó hann um
tíma í tunnu, að sögn. Þegar Alexander mikli Makedoníukonungur vitjaði hans
eitt sinn þar sem hann lá endilangur á jörðinni í sólskininu, og bauðst til að veita
honum það sem hann óskaði sér, svaraði Díogenes því til sem stendur í kvæðinu.
Tilvitnunin yfir síðari sonnettunni útleggst svo. „Eitt sinn voruð þið apar, og enn
er maðurinn apalegri en nokkur api.“
Ólafur Sveinsson, f. 1960. Fyrrverandi næturvörður. Nemi í bókmenntum og heim-
speki.
Ólöf Pétursdóttir, f. 1954. Nemi í íslensku og þýðandi.
Ragna Sigurðardóttir, f. 1962. Nemi í Myndlista- og handíðaskólanum.
Sigríður Álbertsdóttir, f. 1960. Nemi í íslensku og bókmenntum.
Sigurjón Sigurðsson, Sjón, f. 1962. Skáld.
Sólrún Geirsdóttir, f. 1965. Nemi í íslensku og heimspeki.
399