Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Blaðsíða 45

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Blaðsíða 45
Úlfurinn belgja sig út rétt áður en hann fékk glænýja litla stúlku í hádeg- ismat. . . — Og auk þess, bætti Delphine við, þá er ekki hægt að vera enda- laust reiður út í úlfinn fyrir þetta . . . — Þetta er bara gömul saga . . . — Barnabrek . . . — Og svo fyrirgefast allar syndir. — Ulfurinn er ekki sá sami og hann var. — Það hefur enginn rétt til að brjóta niður góðan vilja. Foreldrarnir trúðu ekki sínum eigin eyrum. Faðirinn stöðvaði snarlega þessa hneykslanlegu varnarræðu fyrir úlfinn, og lét við dætur sínar eins og þær væru ekki með öllum mjalla. Síðan lagði hann sig í líma við að sýna þeim með vel völdum dæmum að úlfurinn yrði alltaf úlfur, að það væri hrein fásinna að vonast til þess að hann bætti sig og ef hann setti upp góðlegan svip einhvern daginn, væri hann bara helmingi hættulegri. A meðan hann var að tala, hugsuðu telpurnar um skemmtilegu leikina, A hestbaki og Slá á hendur, sem þær höfðu farið í fyrr um daginn, og um hvað úlfurinn hafði skemmt sér vel, skellihlæjandi með gapandi ginið þar til hann var næstum sprunginn úr mæði. — Það er auðséð, ályktaði pabbinn, að þið hafið aldrei kynnst úlfi . . . Þá gaf sú ljóshærðari systur sinni olnbogaskot og þær hlógu upp í opið geðið á pabba sínum. Þær voru sendar matarlausar í háttinn til þess að refsa þeim fyrir þessa ósvífni, en löngu eftir að þær voru komnar upp í, flissuðu þær yfir einfeldni foreldra sinna. Telpurnar voru svo óþolinmóðar að hitta vin sinn aftur, að þær fundu upp á því að fara í úlfaleik. Þessi leikur glumdi svo í eyrum móður þeirra næstu daga, henni til háðungar og sárrar skapraunar. Sú ljóshærðari sönglaði hin frægu orð: „Göngum gegnum skóginn, því við sjáum ekki úlfinn. Ulfur ertu hér? heyrirðu í mér? hvað gerir þú hér?“ Ojg Delphine sem lá í felum undir eldhúsborðinu, svaraði: „Eg er að fara í skyrtuna mína.“ Marinette spurði jafn oft og nauðsynlegt var til að úlfurinn gæti búið sig í allt frá sokkum til stóra sverðsins. Þá stökk hann á hana og gleypti með húð og hári. Leikurinn var svo skemmtilegur af því hann var svo spennandi. 307
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.