Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Síða 45
Úlfurinn
belgja sig út rétt áður en hann fékk glænýja litla stúlku í hádeg-
ismat. . .
— Og auk þess, bætti Delphine við, þá er ekki hægt að vera enda-
laust reiður út í úlfinn fyrir þetta . . .
— Þetta er bara gömul saga . . .
— Barnabrek . . .
— Og svo fyrirgefast allar syndir.
— Ulfurinn er ekki sá sami og hann var.
— Það hefur enginn rétt til að brjóta niður góðan vilja.
Foreldrarnir trúðu ekki sínum eigin eyrum.
Faðirinn stöðvaði snarlega þessa hneykslanlegu varnarræðu fyrir
úlfinn, og lét við dætur sínar eins og þær væru ekki með öllum mjalla.
Síðan lagði hann sig í líma við að sýna þeim með vel völdum dæmum
að úlfurinn yrði alltaf úlfur, að það væri hrein fásinna að vonast til
þess að hann bætti sig og ef hann setti upp góðlegan svip einhvern
daginn, væri hann bara helmingi hættulegri.
A meðan hann var að tala, hugsuðu telpurnar um skemmtilegu
leikina, A hestbaki og Slá á hendur, sem þær höfðu farið í fyrr um
daginn, og um hvað úlfurinn hafði skemmt sér vel, skellihlæjandi
með gapandi ginið þar til hann var næstum sprunginn úr mæði.
— Það er auðséð, ályktaði pabbinn, að þið hafið aldrei kynnst
úlfi . . .
Þá gaf sú ljóshærðari systur sinni olnbogaskot og þær hlógu upp í
opið geðið á pabba sínum. Þær voru sendar matarlausar í háttinn til
þess að refsa þeim fyrir þessa ósvífni, en löngu eftir að þær voru
komnar upp í, flissuðu þær yfir einfeldni foreldra sinna.
Telpurnar voru svo óþolinmóðar að hitta vin sinn aftur, að þær
fundu upp á því að fara í úlfaleik. Þessi leikur glumdi svo í eyrum
móður þeirra næstu daga, henni til háðungar og sárrar skapraunar. Sú
ljóshærðari sönglaði hin frægu orð:
„Göngum gegnum skóginn, því við sjáum ekki úlfinn.
Ulfur ertu hér? heyrirðu í mér? hvað gerir þú hér?“
Ojg Delphine sem lá í felum undir eldhúsborðinu, svaraði:
„Eg er að fara í skyrtuna mína.“ Marinette spurði jafn oft og
nauðsynlegt var til að úlfurinn gæti búið sig í allt frá sokkum til stóra
sverðsins. Þá stökk hann á hana og gleypti með húð og hári.
Leikurinn var svo skemmtilegur af því hann var svo spennandi.
307