Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Blaðsíða 15

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Blaðsíða 15
íslenskar barnabœkur 1980 — 1985 unglinga rætast um að koma reiðu á óreiðuna og sigra heiminn, og vel flestar lýsa þær hreyfingu frá óróleika til jafnvægis. En persónurnar þroskast ekki í átökum við sér eldra fólk, stofnanir þess og samfélag eða við að komast út í atvinnulífið eins og Ilmur og Andri í bókum Olgu og Péturs, þau þroskast við að verða ástfangin, fara á fast, komast í klíku eða uppgötva fjölskyldu- leyndarmál. Þau eru normal fólk, ör geðbrigði sjaldgæf, fýla algengari. Aherslan er frekar lögð á vanmat á unglingum og réttleysi þeirra en rótleysi, þó gerast þær í þrengri veröld en eldri bækurnar. Margar þeirra eru hins vegar virkilega skemmtilegar, til dæmis bækur Andrésar Indriðasonar og Baneitrað samband á Njálsgötunni eftir Auði Haralds, þau hafa bæði lært sitt af hverju af stíl Péturs Gunnarssonar. Bækur Eðvarðs Ingólfssonar skera sig úr hópnum að því leyti að þær hafa selst betur og áreiðanlega verið lesnar meira en nokkrar hinna. Þær skera sig líka úr að því leyti að þær eru ekki þroskasögur því þær fjalla um fólk sem þegar er fullkomið og þarf ekki að þroskast. Af því leiðir að átök eru engin í bókunum, hvorki hið innra né hið ytra, persónur þurfa ekki að úthella neinum líkamsvessum, hvorki í beinum né óbeinum skilningi. í greininni „Til hvers eru unglingabækur?" segist Örn Ólafsson halda að metsölubók ársins 1985, Sextán ára í sambúð eftir Eðvarð Ingólfs- son, sé unglingum álíka gagnleg og fanga er slagbrandur fyrir herberg- isdyrum og rimlar fyrir glugga. Aðeins titillinn er heil stefnuskrá: tjóðrum unglinga, lokum þá sem allra fyrst inni í föstum hlutverkum Meðaljónsins. Og sagan stendur við fyrirheit titilsins í einu og öllu. . . . Þetta er bara sagan um það hvernig sviplaus einstaklingur tileinkar sér samnefnara lífsgæða í samfélaginu, tekur öll meðaltalsviðhorf góð og gild — spurningalaust. (Þjóðlíf, 2. tbl. maí 1986) Pétur Gunnarsson og Olga Guðrún skrifuðu bækur sem svöruðu spurn- ingum lesenda sem voru á svipuðum aldri og söguhetja. Þeir sem hafa skrifað fyrir unglinga undanfarin ár ansa ekki þörfum aldurshópsins sem þeir skrifa um, þeir sinna yngra fólki. Unglingar eru forvitnir um sjálfa sig og samfélagið sem þeir eiga rétt bráðum að taka virkan þátt í. Framtíðin er rétt handan við hornið og það hefur alltaf verið sérkenni á manninum sem tegund að vilja sjá fyrir þetta horn, spá í hvað tekur við. I nýju unglinga- bókunum er framtíð söguhetja ekki til umræðu, bara nútíð — sem auðvitað er framtíð í augum 10—13 ára krakka, þess vegna láta þau sér þessar sögur vel líka. Oft held ég þó að sögur um yngri börn sem nefndar voru hér á undan fullnægi þrá þeirra betur, hreinlega af því að þær bestu eru betri skáldskapur, taka á fleiri þáttum mannlegra samskipta. Undantekning frá þessu er sagan Flautan og vindurinn eftir Steinunni 277
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.