Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Blaðsíða 50
Dansað á línu
Viðtal við Guðrúnu Helgadóttur
Guðrún Helgadóttir rithöfundur er fædd árið 1935, dóttir Helga Guðlaugs-
sonar og Ingigerðar Eyjólfsdóttur. Hún ólst upp í Hafnarfirði í stórri
fjölskyldu, systkinin voru tíu og auk þess bjuggu afi og amma á heimilinu.
Guðrún er úr verkalýðsstétt og bjó við nokkra fátækt eins og algengt var á
þeim árum. A menntaskólaárunum taldi hún sig tilheyra „hinni glötuðu
kynslóð“, en þegar hún var nálægt þrítugu gerðist hún sósíalisti og er það
enn í dag. 39 ára gömul gaf hún út sína fyrstu bók,/ó« Oddur ogjón Bjami
(1974). I henni og tveim bókum í viðbót (1975 og 1980) segir hún eins konar
þroskasögu þeirra bræðra með skemmtilegum frásögnum af ævintýrum og
uppátækjum þeirra. Arið 1976 kom út bókin 1 afahúsi um Tótu, dóttur
sjómannsins sem hætti á sjónum og gerðist skáld. Páll Vilhjálmsson, hin
vinsæla sjónvarpsstjarna Guðrúnar, kom svo út á bók árið 1977.
Á sjálfu barnaárinu, 1979, skrifaði Guðrún barnaleikritið Óvita, þar sem
hún leikur sér með „abstrakt" hluti eins og stórt, lítið, fallegt, ljótt.
Leikritinu var vel tekið bæði af áhorfendum og gagnrýnendum. Tveim árum
seinna, 1981, kom Ástarsaga úr fjöllunum með ógleymanlegum myndum
Brians Pilkingtons. Þar leitar Guðrún fanga í ævintýrinu og tengir það
þekktum náttúrufyrirbærum.
I bókinni Sitji guðs englar, sem kom út 1983, sjáum við vissa þróun í
frásagnarhætti Guðrúnar til ljóðrænna stemninga og myndrænnar útfærslu.
Sú bók er eflaust að einhverju leyti byggð á endurminningum Guðrúnar frá
æskuárunum. Það á reyndar líka við um í afahúsi og þessar tvær bækur eru
svipaðar þótt þær gerist á ólíkum tíma. En sú seinni er vandaðri, sú fyrri er
eins og uppkast að hinni síðari.
Síðasta bók Guðrúnar til þessa er Gunnhildur og Glói, skemmtileg bók
og sérstök að því leyti að þar verða óljós skil milli ævintýris og veruleika.
Stíll Guðrúnar er ýkjustíll, hún ýkir til að draga ákveðna hluti fram.
Sjónarhornið verður oft óvænt hjá henni, hún lýsir upp spaugilegu hliðarnar
á hversdagsleikanum og er orðheppin og hnyttin. Bækurnar gerast flestar í
Reykjavík, og þó að þær séu ætlaðar börnum eru þær svo skemmtilegar að
fólk á öllum aldri nýtur þess að lesa þær. Sögurnar fjalla fyrst og fremst um
mannleg samskipti, ekki síst samskipti barna og fullorðinna. Og það sem
kannski gerir þær svona góðar er að þær eru ekki skrifaðar af atvinnu-
mennsku, heldur af þörf.
312