Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Side 50

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Side 50
Dansað á línu Viðtal við Guðrúnu Helgadóttur Guðrún Helgadóttir rithöfundur er fædd árið 1935, dóttir Helga Guðlaugs- sonar og Ingigerðar Eyjólfsdóttur. Hún ólst upp í Hafnarfirði í stórri fjölskyldu, systkinin voru tíu og auk þess bjuggu afi og amma á heimilinu. Guðrún er úr verkalýðsstétt og bjó við nokkra fátækt eins og algengt var á þeim árum. A menntaskólaárunum taldi hún sig tilheyra „hinni glötuðu kynslóð“, en þegar hún var nálægt þrítugu gerðist hún sósíalisti og er það enn í dag. 39 ára gömul gaf hún út sína fyrstu bók,/ó« Oddur ogjón Bjami (1974). I henni og tveim bókum í viðbót (1975 og 1980) segir hún eins konar þroskasögu þeirra bræðra með skemmtilegum frásögnum af ævintýrum og uppátækjum þeirra. Arið 1976 kom út bókin 1 afahúsi um Tótu, dóttur sjómannsins sem hætti á sjónum og gerðist skáld. Páll Vilhjálmsson, hin vinsæla sjónvarpsstjarna Guðrúnar, kom svo út á bók árið 1977. Á sjálfu barnaárinu, 1979, skrifaði Guðrún barnaleikritið Óvita, þar sem hún leikur sér með „abstrakt" hluti eins og stórt, lítið, fallegt, ljótt. Leikritinu var vel tekið bæði af áhorfendum og gagnrýnendum. Tveim árum seinna, 1981, kom Ástarsaga úr fjöllunum með ógleymanlegum myndum Brians Pilkingtons. Þar leitar Guðrún fanga í ævintýrinu og tengir það þekktum náttúrufyrirbærum. I bókinni Sitji guðs englar, sem kom út 1983, sjáum við vissa þróun í frásagnarhætti Guðrúnar til ljóðrænna stemninga og myndrænnar útfærslu. Sú bók er eflaust að einhverju leyti byggð á endurminningum Guðrúnar frá æskuárunum. Það á reyndar líka við um í afahúsi og þessar tvær bækur eru svipaðar þótt þær gerist á ólíkum tíma. En sú seinni er vandaðri, sú fyrri er eins og uppkast að hinni síðari. Síðasta bók Guðrúnar til þessa er Gunnhildur og Glói, skemmtileg bók og sérstök að því leyti að þar verða óljós skil milli ævintýris og veruleika. Stíll Guðrúnar er ýkjustíll, hún ýkir til að draga ákveðna hluti fram. Sjónarhornið verður oft óvænt hjá henni, hún lýsir upp spaugilegu hliðarnar á hversdagsleikanum og er orðheppin og hnyttin. Bækurnar gerast flestar í Reykjavík, og þó að þær séu ætlaðar börnum eru þær svo skemmtilegar að fólk á öllum aldri nýtur þess að lesa þær. Sögurnar fjalla fyrst og fremst um mannleg samskipti, ekki síst samskipti barna og fullorðinna. Og það sem kannski gerir þær svona góðar er að þær eru ekki skrifaðar af atvinnu- mennsku, heldur af þörf. 312
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.