Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Blaðsíða 31

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Blaðsíða 31
Einsttedar mtebur senda börn sín í sveit Þessi „viðburðaríka saga vesturbæjardrengs“ eins og hún er auglýst í bak og fyrir, hefur sína kosti og galla. Mér fannst reyndar gott að höfundur sveipar sveitina ekki rómantískum dýrðarljóma en það kom mér á óvart hve fólkið þar var fjandsamlegt. Húsfreyjan á Reyninesi er einhliða illmenni. Það er eins og höfundur sé af ásettu ráði að mála sveitina í sem svörtustum litum. Kannski er það meðvituð uppreisn gegn viðteknum viðhorfum. Til dæmis sinna drengirnir ekki hefðbundnum bústörfum, enda er ekki minnst einu orði á húsdýr í bókinni, nema eitt hundsgrey! Þess í stað reyta þeir arfa og rogast með grjót. Að sönnu eru þarna fjós og fjárhús (bis. 13), en aldrei sjást kindur né kýr. Því hlýt ég að dæma þessa uppreisn höfundar öfga- kennda og óraunsæja. (Ekki gæti ég lýst lífinu í frystihúsi án þess að minnast á einn einasta fisk.) Ekki er útilokað að einhver börn (9—12 ára) hafi gaman af bókinni. Hún ber einkenni afþreyingarbóka (strákabóka), nokkrir atburðir vekja spennu, en lausnir eru yfirleitt ódýrar eða engar. Persónusköpun er rýr, persónur gjarnan einhliða týpur og jafnvel er hægt að tala um kvenfyrirlitningu. Mamman og húsfreyjan í sveitinni fá báðar sérlega neikvæða umfjöllun. Viðhorf Ingimundar til kvenna er ekki glæsilegt: „Konur meina alltaf annað en þær segja." (11) „Svei kvenfólki!" (79) Það getur auðvitað sprottið af því að honum finnist að mamman hafi svikið sig, hann hafi því litla trú á konum. Einnig eru strákar oft aldir þannig upp að einmitt á þessum aldri geta þeir orðið æði stóryrtir í garð kvenna. Eg held, þrátt fyrir nokkurn afþreyingarsvip, að höfundur hafi ætlað sér að skrifa raunsæja barna- eða unglingabók. Efnið gefur það til kynna. En þjóðfélagsmynd sögunnar er brengluð og síst til þess fallin að sýna börnum raunverulegar aðstæður einstæðra foreldra og barna þeirra. I rauninni er afstaða höfundar til borgarinnar frekar jákvæð, það er sveitin sem er óvætturin. Nágrannar Ingimundar í borginni virðast einu alúðlegu mann- eskjurnar í þessu þjóðfélagi og koma að því leyti í stað sveitafólksins í „gömlu“ sögunum. Eða eins og segir í bókinni: „Húsið þeirra var öðruvísi en öll önnur hús. Og Soffía og Friðrik voru öðruvísi en allt annað fólk. Soffía hafði stundum hjálpað mömmu. Soffía var góð. Og Friðrik var klár náungi.“ (86) Þetta ætla ég að láta nægja í bili og sný mér að hinni bókinni sem tekur efnið öðrum tökum og speglar aðra þjóðfélagsmynd. Breiðholtsstrákur fer í sveit Þessi frumraun Dóru Stefánsdóttur félagsfræðings kom út hjá Skjaldborg 1985. Ég ætla ekki að rekja atburði sögunnar nákvæmlega, enda hefur bókin 293
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.