Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Blaðsíða 48
Tímarit Máls og menningar
meðan hann lá í felum undir borðinu, gengu telpurnar fram og aftur
fyrir framan hann, syngjandi viðlagið:
„Göngum gegnum skóginn, því við sjáum ekki úlfinn.
Ulfur ertu hér? heyrirðu í mér? hvað gerir þú hér?“
Úlfurinn hélt um magann og svaraði andstuttur milli hláturrok-
anna:
— Eg er að fara í nærbuxurnar mínar.
Hann hló í sífellu meðan hann sagðist vera að fara í stuttbuxurnar,
setti síðan á sig axlaböndin, flibbann, fór í vestið, en þegar kom að
því að hann átti að smeygja sér í stígvélin, fór hann að verða
alvarlegur.
— Eg set á mig sverðfetilinn, sagði úlfurinn og rak upp stuttan
hlátur. Honum leið illa, kokið var herpt af kvíða og hann krafsaði
með klónum í gólfflísarnar.
Fótleggir telpnanna liðu fram og aftur fyrir tindrandi augum hans.
Það hljóp skjálfti upp hrygg hans og varirnar kipruðust saman.
— . . . Úlfur ertu hér? heyrirðu í mér? hvað gerir þú hér?
— Eg er að setja á mig stóra riddarasverðið! sagði hann rámri
röddu, og allt hringsnérist í kollinum á honum. Hann horfði ekki
lengur á fótleggi telpnanna, hann svolgraði þá í sig með augunum.
— . . . Úlfur ertu hér? heyrirðu í mér? hvað gerir þú hér?
— Ég stíg á bak hesti mínum og hleypi út úr skóginum!
Og um leið rak úlfurinn upp ógurlegt ýlfur, stökk út úr felustað
sínum með skoltinn gapandi og klærnar úti. Telpurnar höfðu ekki
einu sinni haft tíma til að verða hræddar, þegar úlfurinn var búinn að
gleypa þær með húð og hári.
Til allrar hamingju kunni úlfurinn ekki að opna dyrnar og var því
fangi í eldhúsinu. Þegar foreldrarnir komu til baka, þurftu þau bara
að skera gat á kviðinn á úlfinum og hleypa telpunum út. En í raun og
veru var það enginn hægðarleikur.
Delphine og Marinette voru dálítið reiðar út í úlfinn fyrir að borða
þær bara eins og ekkert væri, en það hafði verið svo gaman að leika
við hann að þær báðu mömmu sína og pabba að sleppa honum. Kvið-
urinn á honum var rækilega saumaður saman með vaxbornum tvinna
og risastórri nál. Telpurnar grétu af því að hann fann svo til, en
úlfurinn hélt aftur af tárunum og sagði:
— Eg á þetta svo sannarlega skilið, og þið eruð alltof góðar að vera
310