Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Blaðsíða 48

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Blaðsíða 48
Tímarit Máls og menningar meðan hann lá í felum undir borðinu, gengu telpurnar fram og aftur fyrir framan hann, syngjandi viðlagið: „Göngum gegnum skóginn, því við sjáum ekki úlfinn. Ulfur ertu hér? heyrirðu í mér? hvað gerir þú hér?“ Úlfurinn hélt um magann og svaraði andstuttur milli hláturrok- anna: — Eg er að fara í nærbuxurnar mínar. Hann hló í sífellu meðan hann sagðist vera að fara í stuttbuxurnar, setti síðan á sig axlaböndin, flibbann, fór í vestið, en þegar kom að því að hann átti að smeygja sér í stígvélin, fór hann að verða alvarlegur. — Eg set á mig sverðfetilinn, sagði úlfurinn og rak upp stuttan hlátur. Honum leið illa, kokið var herpt af kvíða og hann krafsaði með klónum í gólfflísarnar. Fótleggir telpnanna liðu fram og aftur fyrir tindrandi augum hans. Það hljóp skjálfti upp hrygg hans og varirnar kipruðust saman. — . . . Úlfur ertu hér? heyrirðu í mér? hvað gerir þú hér? — Eg er að setja á mig stóra riddarasverðið! sagði hann rámri röddu, og allt hringsnérist í kollinum á honum. Hann horfði ekki lengur á fótleggi telpnanna, hann svolgraði þá í sig með augunum. — . . . Úlfur ertu hér? heyrirðu í mér? hvað gerir þú hér? — Ég stíg á bak hesti mínum og hleypi út úr skóginum! Og um leið rak úlfurinn upp ógurlegt ýlfur, stökk út úr felustað sínum með skoltinn gapandi og klærnar úti. Telpurnar höfðu ekki einu sinni haft tíma til að verða hræddar, þegar úlfurinn var búinn að gleypa þær með húð og hári. Til allrar hamingju kunni úlfurinn ekki að opna dyrnar og var því fangi í eldhúsinu. Þegar foreldrarnir komu til baka, þurftu þau bara að skera gat á kviðinn á úlfinum og hleypa telpunum út. En í raun og veru var það enginn hægðarleikur. Delphine og Marinette voru dálítið reiðar út í úlfinn fyrir að borða þær bara eins og ekkert væri, en það hafði verið svo gaman að leika við hann að þær báðu mömmu sína og pabba að sleppa honum. Kvið- urinn á honum var rækilega saumaður saman með vaxbornum tvinna og risastórri nál. Telpurnar grétu af því að hann fann svo til, en úlfurinn hélt aftur af tárunum og sagði: — Eg á þetta svo sannarlega skilið, og þið eruð alltof góðar að vera 310
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.