Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Blaðsíða 19

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Blaðsíða 19
íslenskar barnabtekur 1980 — 1985 Margir ágætir nýir höfundar hafa kosið að skrifa handa börnum undanfarin ár auk þeirra sem fyrir voru, og þó að ekki megi slaka á kröfunum er vel hægt að segja að ástandið sé harla gott. A hverju ári koma út bækur sem verða sígildar ef tungumálið lifir. Það er vonandi til marks um stöðu barnabókmennta hér á landi að einu bókmenntaverðlaun okkar hafa lengi runnið til barnabókahöfunda, og núna nýlega hafa önnur bæst við. Fræðslu- ráð Reykjavíkur hefur hátt á annan áratug veitt verðlaun árlega fyrir bestu frumsömdu bókina og bestu þýddu barnabókina líka. Það er Skólasafna- nefnd sem velur bækurnar. Nefndin hefur oft verið nösk á stefnur og strauma í barnabókmenntum og valið verðlaunabókina vel. En henni hafa stundum verið mislagðar hendur. Enginn vafi er á að verðlaunabókin fyrir árið 1980, Grösin í glugghúsinu eftir Hreiðar Stefánsson, er sígild saga, en öll árin síðan má velta fyrir sér vali nefndarinnar. Bók Andrésar Indriðasonar, Polli er ekkert blávatn (1981), er prýðilega skrifuð, en meira nýmæli það ár var Astarsaga úr fjöllunum eftir Guðrúnu Helgadóttur. Mömmustrákur Guðna Kolbeins- sonar sem verðlaun hlaut 1982 er skemmtilegt byrjandaverk, en Tóbías og Tinna eftir Magneu frá Kleifum er vandaðri bók og kitlar ímyndunarafl lesenda óvenju skemmtilega. Magnea er einn athyglisverðasti barnabókahöf- undur okkar en hefur aldrei fengið verðlaun Fræðsluráðs. Auk þess kom þetta ár út Tóta og táin á pabba eftir Guðberg Bergsson, umdeilanleg bók (meðal fullorðinna) en frumleg og ein fárra íslenskra barnabóka sem brjóta blað. Yfirleitt þiggja barnabækur fyrirmyndir frá fullorðinsbókum. Fyrir árið 1983 hlaut Indriði Ulfsson verðlaunin. Hann gaf út tvær bækur þetta ár, Ola og Geira og Sumarið ‘69, og hefur lengi verið afkastamikill höfundur. En hann skrifar dæmigerðar afþreyingarsögur, yfirborðslegar frásagnir af hráum atvikum sem oftast nýtast honum illa og persónusköpun er í skötulíki. Sumar bækur hans eru þó góð afþreying en það á alls ekki við um Óla og Geira. Það var hún sem hlaut verðlaun nefndarinnar og hefur enginn skilið rökin fyrir því. Þetta ár komu út ýmsar eftirminnilegar barnabækur, til dæmis fyrsta bókin um Elías þar sem höfundarnir Auður Haralds og Valdís Oskarsdóttir, gera skemmtilega atlögu að málfari á barnabókum sem lesendur fögnuðu, og önnur bókin um Tobías og vini hans eftir Magneu frá Kleifum. Besta bókin þetta ár er þó vafalaust Sitji guðs englar eftir Guðrúnu Helgadóttur, sígild barnasaga í flokki með bókum eins og Grösin í glugghúsinu. Þráinn Bertelsson fékk verðlaun fyrir Hundrað ára afmælið sitt 1984, góða hugmynd sem ekki er nógu vel útfærð í sögunni. Teikningar Brians Pilkingtons fengu viðurkenningu og þær fylgja hug- myndinni líka vel eftir. Þær jafnast þó varla á við myndir Brians í Astarsögu úr fjöllunum sem fyrr var nefnd. Nemendur á námskeiðinu um barna- tmm ii 281
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.