Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Blaðsíða 52

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Blaðsíða 52
Tímarit Máls og menningar Rásarinnar er ekki til kominn vegna innbvggðrar vanhæfni ríkisstofnunar til að þjóna landslýð. Þvert á móti. Ætla má að almenningsstofnanir sem ekki eru reknar á viðskiptagrundvelli þjóni best hlutverki sem hefur ekkert með viðskiptasjónarmið að gera. Nægir að benda á sjúkrasamlagið, Trygginga- stofnun, skólakerfið, vegamál og heilsugæslu í því sambandi. Það þýðir þó ekki að allt sé með felldu við stjórn RUV. Þegar Rás 2 var í burðarliðnum tóku sig til nokkrir ungir og áhugasamir starfsmenn RUV og gerðu upp- drátt að nýrri rás hjá RUV sem var byggð á ákveðinni grundvallarhugmynd. Hún var í stuttu máli fólgin í að leita miklu meira til fólksins í dagsins önn, á heimilum og vinnustöðum — í stað þess að dæla poppinu hvíldarlaust. Eftir þessu framtaki var ekki leitað né við það stuðst við mótun Rásar 2. Síðar var sama uppkast notað til að koma Bylgjunni á laggirnar. Þetta óskabarn einka- framtaksins kom undir á kaffistofu RUV! Hættan sem steðjar að RUV um þessar mundir birtist í: a) eðli mistakanna sem gerð voru með Rás 2; b) röngum viðbrögðum sama eðlis við samkeppni sem nú er komin til; og c) pólitískum ákvörðunum í ríkisstjórn og Alþingi sem enn munu grafa undan réttu hlutverki stofnunarinnar. I stuttu máli má orða þetta svo: hættan er sú að Ríkisútvarpið verði gert að ríkisrekinni stofnun á viðskiptalegum forsendum. Til þess er hún ekki hæf, á ekki að vera það, og mun, ef sérlega illa tekst til, líða undir lok sem öflugur opinber miðill, verða eins konar Menningarsjóður á jaðri þjóðmálanna. I fyrsta lagi má RUV ekki glepjast til þess að keppa við viðskiptamiðlana á forsendum þeirra. Ríkisútvarpið á hvorki né má vera enn einn keppandinn í vinsældakapphlaupinu. Með því að skera niður raunvirði afnotagjalda af köldu miskunnarleysi þröngva stjórnvöld stofnuninni til að keppa um aug- lýsingatekjur, en sú keppni er í eðli sínu andstæð náttúru hennar. Annar kostur er að safna skuldum af fullkomnu miskunnarleysi líka, a la Ronald Reagan eða Þorsteinn Pálsson, hugsanlega ekki síðri. Opinber miðill verður að bjóða upp á betra efni en aðrir, og til þess er Ríkisútvarpið enn miklu betur búið en nokkur annar fjölmiðill í landinu. Þetta á við um efni af öllu tagi. Því er rangt að leggja mat á gæði Rásar 2 út frá hlustendakönnunum — fjöldi hlustenda eða auglýsinga segir ekkert til um gæði. Þar á milli er í mesta lagi óbeint samband, og á í raun ekkert að vera þegar tekið er tillit til einstakra dagskrárliða RUV. Hins vegar er rétt að viðurkenna að nú sem stendur virðast allir sammála um að Bylgjan flytji betri dagskrá en Rás 2. Það þarf ekki að koma á óvart. RUV hefur því tækifæri nú til að bæta dagskrá (á eigin forsendum opinberrar þjónustu), fjölga hlustendum og auka tekjur sínar. 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.