Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Blaðsíða 133
inn frægur og fékk orðu fyrir góða
frammistöðu.
Froskmaðurinn veltir því oft fyrir sér
hver hafmeyjan sé í raun og veru og spyr
hana stundum að því. Hann fær t. d.
þetta svar: „Eg er sú óuppfyllta ósk sem
hægt er að lifa í sátt við eins og hún hefði
ræst“ (67). Hann spyr hvar hún haldi til
á daginn þegar hún er ekki á sundi í
hafinu. „I þér“, svarar hún, „þú ert eina
athvarf mitt“ (76). Froskmaðurinn
ályktar með sjálfum sér að hún sé hugar-
burður. En hvað er það þá sem haf-
meyjan býður honum? Hún segist „ekki
ætla að sýna honum kóralhallir, neðan-
sjávargarða, gimsteina og dýrar perlur í
skeljum heldur strjúka burt deyfðina
sem var farin að setjast í kringum augun
á honum vegna hins fábrotna jarðlífs".
Þau eiga að rækta eyju sem þau flytja úr
hugarheimi sínum í framandi jörð. „Og
meðan við gróðursetjum hana verður
okkur ljóst að eyjan er við sjálf.
Komdu.“ (48) Hún er hliðstæða skáld-
skaparins, hugsjónarinnar og draumsins.
Hún er andstæða alls þess sem er jarð-
neskt og forgengilegt, hún er hin and-
legu verðmæti. Og froskmaðurinn er —
sem froskmaður — ekki ómerkilegri en
svo að það varðar heill þjóðarinnar
hvort hann hlýðir kalli hafmeyjarinnar
eða ekki. Meðan skrúfumálið er í al-
gleymingi í sögunni teflir höfundur fram
fulltrúum hinna ýmsu stjórnmálahreyf-
inga sem kunna óðar hver sína skýringu
á málinu. Allir eiga það sameiginlegt að
hafa ekki hugmynd um hvað raunveru-
lega er að og komast aldrei að kjarna
málsins. Pólitískar skýringar samtímans
verða marklaust blaður.
Ástin og daudinn
Astin kemur við sögu. Hafmeyjan leitar
Umsagnir um bxkur
stöðugt á huga froskmannsins. Hann er
sannfærður um að hún sé frávita af ást til
hans og er alls ekki ósnortinn af því.
Stundum keppir hún við eiginkonuna
um athygi hans og er „ber þar sem síst
skyldi“. Þegar líða tekur á söguna kem-
ur dularfull persóna fram á sjónarsviðið.
Það er ungi maðurinn sem aldrei er
nefndur annað. I sögunni er reyndar
annar ungur maður, lærlingur frosk-
mannsins á verkstæðinu. Persónurnar í
sögunni hafa ekki nöfn, en eru bara
kallaðar froskmaðurinn, hafmeyjan,
eiginkonan o. s. frv. (Froskmaðurinn
finnur það að vísu á sér að hafmeyjan
muni heita Theolinda). Þess vegna er
dálítið undarlegt að lærlingurinn skuli
einu sinni vera nefndur ungi maðurinn
(bls. 29) fyrst að persóna sem alltaf er
kölluð ungi maðurinn kemur síðar til
sögunnar. Þeir tveir virðast ekki eiga
neitt sameiginlegt. Lærlingurinn er rót-
tækur vinstri maður og ryður út úr sér
ýmsum frösum í samræmi við það.
Hann vekur ótta og vanmáttarkennd
froskmannsins eins og reyndar flestar
aðrar persónur sögunnar. Ungi mað-
urinn er miklu geðþekkari og milli hans
og froskmannsins myndast einhvers
konar trúnaður og vinátta. Ungi mað-
urinn rær einn á báti og tengist þannig
hafinu, því sviði sögunnar sem heillar og
ógnar með sínum dýrlega ilmi. Einu
sinni rennur hann saman við haf-
meyjuna í huga froskmannsins (en þar á
hafmeyjan líka heima). Hann dreymir
að hafmeyjan nálgast hann og ætlar að
snerta hann. Loðin hönd dregur hann í
sjóinn. Þá klofnar hafmeyjan í tvo parta
og annar hlutinn er ungi maðurinn. Það
vekur auk þess grunsemdir um tengsl
unga mannsins við hafmeyjuna að bátur-
inn hans var „sá eini sem hafði aldrei
fengið í skrúfuna" (104).
121