Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Blaðsíða 124
Umsagnir um bækur
SÝNISBÓK ELÍASAR
Elías Mar
Það var nú þá
Letur 1985
Þetta smásagnasafn Elíasar Marar hefur
að geyma fimmtán sögur hans, hin elsta
rekur upphaf sitt til ársins 1949 og hin
síðasta er smásagan Bið sem var samin
árið 1984 og birtist í fyrsta hefti Tímarits
Máls og menningar 1985. Hér eru með
öðrum orðum sögur sem eiga rætur
sínar í þeim tíma þegar Elías var búinn
að skrifa Vögguvísu og flestar eru sög-
urnar skrifaðar á árunum 1954 til 1959,
milli binda Sóleyjarsögu. Nokkrar sög-
urnar eru frá árunum 1960 til 1981, auk
hinnar nýjustu sem fyrr var nefnd.
Margur hefur velt vöngum yfir því
hvers vegna Elías Mar hætti að birta
skáldskap um alllanga hríð eftir útkomu
síðara bindis Sóleyjarsögu og ýmsar
kenningar verið á lofti um það. Þessi
bók leysir ekki þá gátu, en hér geta
menn hins vegar gengið að sýnishornum
af verkum hans á þessum þöglu árum.
Og bókin staðfestir það sem ýmsa
grunaði; Elías hélt áfram að skrifa þótt
hann léti vera að birta það.
Eins og gefur að skilja eru sögurnar
bæði ólíkar og misgóðar, því áratugir
líða á milli þeirra og bera þær glöggt
vitni hræringa í stíllegum, frásagnar-
legum og hugmyndalegum efnum hjá
höfundi. A hinn bóginn má í þeim öllum
finna ýmis þau einkenni sem sterkastan
svip setja á skrif Elíasar; nákvæmar
mannlýsingar, traust tilfinning fyrir blæ-
brigðum íslensks máls og að sjónarhorn
sögumanns er iðulega í fjarlægð; jafnvel
þótt sagt sé frá í fyrstu persónu, þá er
sögumaður jafnan fjarlægur í tíma. Það
vekur einnig athygli hversu vel Elíasi
lætur að setja sig í spor ungra drengja,
og hef ég þá nýbirta sögu hans í síðasta
hefti Tímarits Máls og menningar,
Leynibókina, einnig í huga.
Sögurnar eru af mörgu tagi og of langt
mál yrði að gera þeim öllum rækileg
skil: pólitískar ádeilusögur, sögur af sér-
stæðu fólki, hefðbundnar mannlegar
ádeilusögur, sögur um dauðann og list-
ina, svo eitthvað sé upp talið. Elías er
hér einnig með tvær sögur sem snúast
umhverfis svipaða hugsun um tímann.
Eggjám og In duld jubilo. Þar er sýnt
hvernig atvik kallast á í ólíkum tíma og
umhverfi, sem leiðir til hugsana á borð
við þær að tíminn og maðurinn séu eitt
og verði ekki sundur skildir. Það er
líklega eitt af sterkari höfundareinkenn-
um Elíasar Marar, sem minnst var á, að
hann skrifar úr fjarlægð, horfir á atvik
fyrri tíma rækilega staðsettur í sínum
tíma miklu seinna. Þetta verður stund-
um til þess að þær sögur hans fá á sig
dálítið annálakenndan svip, bera þess
112