Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Blaðsíða 84
Tímarit Máls og menningar
klifra upp í turninn þótt hún skylfi á beinunum af ótta við nauðgun,
en sjálfur myndi hann ekki þora þangað upp þótt hann væri bara
hræddur um að stolið yrði úr vösum hans eða fínustu tilfinningar
hans særðar.
Það var engin lyfta og enginn dyravörður eða inngangseyrir: það
kostaði ekkert að fara inn. Hún varð fyrri til að ganga út úr
sólskininu og inn í skuggalegt anddyrið: þar var aðeins breiður stígur
sem lá upp á við, engar tröppur.
„Komdu,“ sagði hún.
„Þetta er óraleið," sagði hann. „Og ábyggilega ólykt þarna uppi.“
„Mér er sama um lyktina," sagði hún. „Ef þú bíður eftir mér hérna
niðri, þá get ég farið upp ein. Mig langar til að sjá hvernig þetta lítur
út.“
„Það er ekkert að sjá,“ sagði hann en samt lagði hann af stað á eftir
henni því að hann gat með engu móti látið hana fara upp eina, enda
var eitthvað ómótstæðilegt við þá hugmynd að fara upp fyrst þau
voru komin svona langt. Hann lagði af stað upp í móti, altekinn
þeirri auðmýkjandi kennd að hann væri að leggja sig í hættu. Þau
voru búin að fara þó nokkra hringi og komin nokkra metra frá jörðu
áður en hann gerði sér ljóst með nokkrum kvíða að ekkert af hinu
fólkinu á leið upp og niður, var ferðamenn: þetta voru eintómir
arabar og hvergi var leiðsögubækling að sjá. Þetta var enn verra en
hann hafði óttast. Hann tók fastar um vegabréfið og ferðatékkana í
vasa sínum og velti fyrir sér hvort hann ætti að vekja athygli Klói á
þessari staðreynd en hún var nokkrum metrum á undan honum,
gekk hægt og festulega og virtist ekki finna fyrir mæðinni sem
angraði hann. Hann neyddist til að halda áfram því að hann vildi ekki
vekja á sér athygli með því að kalla til hennar á erlendu tungumáli.
Enginn af aröbunum virtist veita honum neina sérstaka athygli, það
máttu þeir eiga, og enginn hafði svo mikið sem boðið honum
póstkort, og hann slakaði ögn á eftir því sem áreynslan við að ganga
upp í móti leyfði og beindi athyglinni að útsýninu sem varð æ
áhugaverðara og rifaði í gegnum raufarnar á veggjunum. Hann fór
jafnvel að gera sér vonir um að eitthvað yrði að sjá ofan af turninum.
Nóg var af fólkinu sem var einlægt að koma og fara og eitthvert
erindi hlaut það að eiga: allir virtust ánægðir og í hátíðaskapi. Smám
saman fór hann að verða feginn því að þarna hafði ekki verið nein
72